Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2025 21:01 Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Steinunn Þórðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun