Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar 24. nóvember 2025 11:32 Stjórnvöld hafa áratugum saman ekki sinnt málefnum barna af fagmennsku. Staða barna hefur ekki verið kortlögð og það sem er alvarlegra er að staða fatlaðra barna hefur aldrei kortlögð. Stjórnvöld hafa ekki skilgreint hugtakið „fatlað barn“ svo flestir halda að „fatlað barn“ sé hreyfihamlað en ekki með greiningar/skerðingar/aðrar áskoranir. Stjórnvöld hafa aldrei kortlagt stöðu barna og/eða fatlaðra barna Tækifæri til kortlagningar á stöðu barna var þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 en það var ekki gert. Flutningurinn varð til þess að hópur barna og foreldra misstu réttindi sem þau höfðu áður. Annað tækifæri til að kortleggja stöðu barna var árið 2018 þegar lög um þjónustu við fatlað fólk voru sett, lög 38/2018. En stjórnvöld sinntu því ekki og lögin héldu enn hópi barna og foreldra utan við kerfið. Lögin styttu ekki heldur biðlista. Þriðja tækifærið til að kortleggja stöðu barna var þegar farsældarlögin voru sett árið 2021. Stjórnvöld sinntu því ekki heldur þá og skildu enn og aftur hóp barna og foreldra utan þjónustusvæðis. Ég sendi inn fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins hvenær þessi hópur barna og foreldra gæti búist við því að fá að vera með og svarið var að það yrði i framtíðinni. Ekkert hefur þó breyst síðan lögin voru sett. Fjórða tækifærið til að kortleggja stöðu fatlaðra barna var árið 2024 þegar landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks var samþykkt á Alþingi. Alþingi vanrækti enn og aftur skyldur sínar og óskaði ekki eftir kortlagningu á stöðu barna. Af ótal liðum í aðgerðaráætluninni snúa aðeins 4 að börnum. Hinn snýr allt að fullorðnu fólki eða ungmennum. Þetta eru almennar aðgerðir en engin þeirra leysir vanda barna og foreldra. Fimmta tækifærið til að kortleggja stöðu fatlaðra barna var í ár þegar samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á Alþingi. En því miður var engin kortlagning gerð. Þrátt fyrir að umsagnaraðilar hafi ítrekað bent á skort á kortlagningu, þá hafa þingmenn ekki brugðist við þeim. Stjórnvöld skortir þekkingu og yfirsýn Enginn hjá ríki eða sveitarfélögum veit í dag hvernig staða fatlaðra barna er í dag, hvaða réttindi þau hafa, hvaða réttindi foreldrar þeirra hafa, hver á að veita þjónustu, hver á að fylgjast með gæðum, hvernig eigi að bregðast við verði þjónustufall/brestur o.s.fr.v. Kortlagning á stöðu þeirra myndi lagfæra þetta að miklu leyti. Málefni fatlaðra barna eru í félagsmálaráðuneytinu, mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Svo eru þau hjá hinum ýmsu stofnunum og sveitarfélögum. Öll þessi ráðuneyti, sveitarfélög og stofnanir átta sig oft illa á hlutverki sínu. Engin heildarsýn er til, engin þekking virðist vera til staðar og þegar ábyrgð er svona dreifð þá ber enginn ábyrgð. Þingmenn og hagsmunasamtök hafa sofið á verðinum Þingmenn hafa skrifað pistla á Vísi og komið i ýmis viðtöl en svo gerist ekkert. Þegar þeir hegða sér svona þá eru þeir ekki hluti af lausninni heldur hluti af vandamálinu. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að óska eftir kortlagningu á stöðu barna eða senda fyrirspurnir um stöðu barna til viðkomandi ráðuneyta. Þeir tala en gera ekkert. Eftir lögfestingu SSRFF þá vaknar þingheimur upp við það að þúsundir barna voru skildir eftir og að enn eru langir biðlistar eftir þjónustu. Þar skiptir bið eftir talmeinafræðingum mestu máli því fyrir mörg börn þá er málið aðgengi að samfélaginu. Hagsmunasamtök hafa alls ekki staðið sig nægilega vel. Nýleg rannsókn TR sýnir að umönnunarbyrði einstæðra mæðra á örorku er gríðarlega mikil. Einföld athugun leiðir í ljós að nýleg lög sem Alþingi hefur sett á síðustu árum, t.d. lög 38/2018, setja alla umönnunarbyrðina á þeirra herðar. Þetta staðfesta félagsmálaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Það sýnir annað vandamál, en það er að öll lög sem sett hafa verið sem varða fatlað fólk eða fötluð börn hafa ekki verið metin út frá jafnrétti. Meirihluti Alþingis er á þeirri skoðun að einstæðar mæður eigi að bera byrðarnar af uppeldi barna einar, óháð vilja foreldranna sjálfra. Hagsmunasamtök hafa ekki gert neinar athugasemdir við þetta óréttlæti. Þetta þarf að laga. Það sem þarf að gera Það er nauðsynlegt að kortleggja stöðu barna, réttindi barna, réttindi foreldra og meta svo allt saman út frá jafnréttissjónarmiðum. Þetta er verkefni Alþingis og þetta getur ekki beðið. Þetta þarf að gerast næstu mánuði. Alþingi hefur haft áratugi til að gera þetta sómasamlega en hefur vanrækt skyldur sínar gagnvart einum veikasta og jaðarsettasta hópi landsins, börnum með greiningar/skerðingar/fötlun/aðrar áskoranir. Alþingismenn, nú skuluð þið forgangsraða upp á nýtt og setja börn í fyrsta sæti en ekki setja þau á biðlista áratugum saman eins og þið hafið gert hingað til. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjögurra barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa áratugum saman ekki sinnt málefnum barna af fagmennsku. Staða barna hefur ekki verið kortlögð og það sem er alvarlegra er að staða fatlaðra barna hefur aldrei kortlögð. Stjórnvöld hafa ekki skilgreint hugtakið „fatlað barn“ svo flestir halda að „fatlað barn“ sé hreyfihamlað en ekki með greiningar/skerðingar/aðrar áskoranir. Stjórnvöld hafa aldrei kortlagt stöðu barna og/eða fatlaðra barna Tækifæri til kortlagningar á stöðu barna var þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 en það var ekki gert. Flutningurinn varð til þess að hópur barna og foreldra misstu réttindi sem þau höfðu áður. Annað tækifæri til að kortleggja stöðu barna var árið 2018 þegar lög um þjónustu við fatlað fólk voru sett, lög 38/2018. En stjórnvöld sinntu því ekki og lögin héldu enn hópi barna og foreldra utan við kerfið. Lögin styttu ekki heldur biðlista. Þriðja tækifærið til að kortleggja stöðu barna var þegar farsældarlögin voru sett árið 2021. Stjórnvöld sinntu því ekki heldur þá og skildu enn og aftur hóp barna og foreldra utan þjónustusvæðis. Ég sendi inn fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins hvenær þessi hópur barna og foreldra gæti búist við því að fá að vera með og svarið var að það yrði i framtíðinni. Ekkert hefur þó breyst síðan lögin voru sett. Fjórða tækifærið til að kortleggja stöðu fatlaðra barna var árið 2024 þegar landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks var samþykkt á Alþingi. Alþingi vanrækti enn og aftur skyldur sínar og óskaði ekki eftir kortlagningu á stöðu barna. Af ótal liðum í aðgerðaráætluninni snúa aðeins 4 að börnum. Hinn snýr allt að fullorðnu fólki eða ungmennum. Þetta eru almennar aðgerðir en engin þeirra leysir vanda barna og foreldra. Fimmta tækifærið til að kortleggja stöðu fatlaðra barna var í ár þegar samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á Alþingi. En því miður var engin kortlagning gerð. Þrátt fyrir að umsagnaraðilar hafi ítrekað bent á skort á kortlagningu, þá hafa þingmenn ekki brugðist við þeim. Stjórnvöld skortir þekkingu og yfirsýn Enginn hjá ríki eða sveitarfélögum veit í dag hvernig staða fatlaðra barna er í dag, hvaða réttindi þau hafa, hvaða réttindi foreldrar þeirra hafa, hver á að veita þjónustu, hver á að fylgjast með gæðum, hvernig eigi að bregðast við verði þjónustufall/brestur o.s.fr.v. Kortlagning á stöðu þeirra myndi lagfæra þetta að miklu leyti. Málefni fatlaðra barna eru í félagsmálaráðuneytinu, mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Svo eru þau hjá hinum ýmsu stofnunum og sveitarfélögum. Öll þessi ráðuneyti, sveitarfélög og stofnanir átta sig oft illa á hlutverki sínu. Engin heildarsýn er til, engin þekking virðist vera til staðar og þegar ábyrgð er svona dreifð þá ber enginn ábyrgð. Þingmenn og hagsmunasamtök hafa sofið á verðinum Þingmenn hafa skrifað pistla á Vísi og komið i ýmis viðtöl en svo gerist ekkert. Þegar þeir hegða sér svona þá eru þeir ekki hluti af lausninni heldur hluti af vandamálinu. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að óska eftir kortlagningu á stöðu barna eða senda fyrirspurnir um stöðu barna til viðkomandi ráðuneyta. Þeir tala en gera ekkert. Eftir lögfestingu SSRFF þá vaknar þingheimur upp við það að þúsundir barna voru skildir eftir og að enn eru langir biðlistar eftir þjónustu. Þar skiptir bið eftir talmeinafræðingum mestu máli því fyrir mörg börn þá er málið aðgengi að samfélaginu. Hagsmunasamtök hafa alls ekki staðið sig nægilega vel. Nýleg rannsókn TR sýnir að umönnunarbyrði einstæðra mæðra á örorku er gríðarlega mikil. Einföld athugun leiðir í ljós að nýleg lög sem Alþingi hefur sett á síðustu árum, t.d. lög 38/2018, setja alla umönnunarbyrðina á þeirra herðar. Þetta staðfesta félagsmálaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Það sýnir annað vandamál, en það er að öll lög sem sett hafa verið sem varða fatlað fólk eða fötluð börn hafa ekki verið metin út frá jafnrétti. Meirihluti Alþingis er á þeirri skoðun að einstæðar mæður eigi að bera byrðarnar af uppeldi barna einar, óháð vilja foreldranna sjálfra. Hagsmunasamtök hafa ekki gert neinar athugasemdir við þetta óréttlæti. Þetta þarf að laga. Það sem þarf að gera Það er nauðsynlegt að kortleggja stöðu barna, réttindi barna, réttindi foreldra og meta svo allt saman út frá jafnréttissjónarmiðum. Þetta er verkefni Alþingis og þetta getur ekki beðið. Þetta þarf að gerast næstu mánuði. Alþingi hefur haft áratugi til að gera þetta sómasamlega en hefur vanrækt skyldur sínar gagnvart einum veikasta og jaðarsettasta hópi landsins, börnum með greiningar/skerðingar/fötlun/aðrar áskoranir. Alþingismenn, nú skuluð þið forgangsraða upp á nýtt og setja börn í fyrsta sæti en ekki setja þau á biðlista áratugum saman eins og þið hafið gert hingað til. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjögurra barna faðir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun