30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2025 21:05 Hressar og skemmtilegar kvenfélagskonur staddar á fæðingadeildinni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira