Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 06:42 Selenskí og eigikona hans Olena tóku þátt í minningarathöfn um helgina um hungursneyðina í Sovét-Úkraínu, þar sem milljónir létu lífið. AP/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira