Sport

„Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir síma­skrá“

Sindri Sverrisson skrifar
Strákarnir sýndu frábær tilþrif í hástökkinu.
Strákarnir sýndu frábær tilþrif í hástökkinu. Samsett/Sýn Sport

Það lá við að menn væru farnir að stökkva hæð sína í fullum herklæðum, svo hörð var keppnin í hástökki þegar þeir Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, og Tommi Steindórs mættust á Extraleikunum.

Extraleikarnir eru fastur liður í Bónus Extra þáttunum á Sýn Sport Ísland á mánudagskvöldum þar sem spennandi keppni er á milli hinna mjög svo ólíku íþróttamanna Andra og Tomma. Nú var komið að hástökki og má sjá keppnina hér að neðan.

Klippa: Extraleikarnir - Keppni í hástökki

„Loksins aftur í frjálsarnar,“ sagði Tommi sem á yngri árum sótti HSK-mótin á suðurlandi og var kokhraustur fyrir hástökkið. Það sama mátti segja um Andra:

„Ég held að þetta sé akkúrat eitthvað fyrir mig. Ég held að ég muni fljúga upp og það verði meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá, að fara upp,“ sagði Andri.

Nárameiðsli, bakmeiðsli og óöruggi um val á stökkfæti spiluðu inn í keppnina en frammistaða keppenda, sem sjá má hér að ofan, gæti komið mörgum á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×