Viðskipti innlent

Fram­kvæmda­stjóri hjá Ís­lands­banka hættir

Árni Sæberg skrifar
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum.

Þetta kemur fram í tölvubréfi Jóns Guðna Ómarssonar, bankastjóra Íslandsbanka, til starfsmanna bankans. 

„Ég vil þakka honum gott samstarf á undanförnum árum og það frábæra starf sem hann og hans teymi hefur unnið í þágu bankans í stafrænni þróun.“

Riian verði bankanum áfram til ráðgjafar til að tryggja hnökralausa yfirfærslu verkefna.

Riian Dreyer var framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka í tæp sex ár.Íslandsbanki

„Ég mun sakna hans úr bankanum og óska honum um leið alls hins besta í framtíðinni.“

Riian hóf störf sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka í desember árið 2019. Hann starfaði áður sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka og við hugbúnaðarlausnir hjá Meniga, eftir að hafa flutt hingað til lands árið 2016 en hann er frá Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×