Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 27. nóvember 2025 09:18 Við sem gegnum forystu í Kópavogi komum fram með skýrar áherslur í upphafi kjörtímabils með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Þessar áherslur endurspeglast í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á síðustu árum. 1. Stórbætt þjónusta með Kópavogsmódelinu Við vorum fyrst sveitarfélaga til að leiða áfram breytingar á leikskólum til að bregðast við mönnunarvanda og þjónusturofi sem hafði fengið að viðgangast í alltof langan tíma. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá því við innleiddum Kópavogsmódelið þá er árangurinn skýr: fleiri börn fá leikskólapláss samhliða því sem leikskólar okkar eru nánast fullmannaðir, þjónustan er stöðugri, aldrei hefur þurft að loka sökum manneklu og við erum nú að bjóða börnum allt niður í 12 mánaða aldur leikskólavist. Starfsumhverfið á leikskólunum hefur gjörbreyst og foreldrar leikskólabarna í Kópavogi geta treyst á þá þjónustu sem við bjóðum upp á. 2. Við svörum ákalli nemenda, foreldra og kennara Í grunnskólum erum við að svara ákalli foreldra, nemenda og kennara um skýrari sýn á hvar börn standa í námi. Við höfum innleitt samræmt stöðumat frá 4. bekk og fyrstu prófin verða lögð fyrir nú í mars. Við ætlum einnig að tryggja skýrara námsmat fyrir nemendur, efla móttöku barna sem koma erlendis frá og efla öryggi starfsfólks og nemenda í skólum bæjarins. Þá ætlum við að efla skólabókasöfnin og innleiða metnaðarfulla læsisáætlun af krafti. Allar miðast þessar áherslur okkur við að setja framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti. 3. Breytt hugsun í menningarmálum og metaðsókn Við endurskipulögðum einnig menningarhús bæjarins til að nýta betur skattfé bæjarbúa og hagræddum í rekstri með breyttri forgangsröðun samhliða því sem við jukum þjónustu. Metaðsókn gesta fyrsta sumarið eftir breytingar sýnir að hagræðing og aukin þjónusta geta farið saman til ef rétt er á málum haldið. 4. Lýðheilsa eldri íbúa í forgrunni Verkefnið Virkni og vellíðan á vegum Kópavogsbæjar hefur verið útvíkkað til að þjóna sem flestum. Verkefnið miðar að því að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu eldri bæjarbúa. Aðsókn hefur aukist ár frá ári og í dag eru nálægt 600 iðkendur virkir í verkefninu. s Þá höfum við, og munum áfram, leggja áherslu á öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Við ætlum einnig að svara ákalli eldri íbúa og festa í sessi helgaropnun í félagsmiðstöðum þeirra og mæta þannig áskorunum er snúa að félagslegri einangrun. 5. Skattar lækkaðir á Kópavogsbúa Við höfum staðið vörð um ábyrgan rekstur sem er forsenda þess að geta byggt upp innviði og haldið úti þjónustu í samræmi við þarfir. Heildarskuldir og skuldahlutföll hafa lækkað á kjörtímabilinu þrátt fyrir að á sama tíma höfum við ráðist í miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum og öðrum nauðsynlegum innviðum. Þá höfum við hagrætt í rekstri með réttri forgangsröðun og betri nýtingu á skattfé okkar íbúa. Aldrei hefur slík hagræðing komið niður á grunnþjónustu sveitarfélagsins en á kjörtímabilinu hafa framlög til mennta- og velferðarmála aukist mest allra málaflokka eða um 6 milljarða króna. Við höfum lagt ríka áherslu á að skila góðum rekstri til íbúa í formi skattalækkana. Frá upphafi kjörtímabils hefur álagningarprósenta fasteignagjalda í Kópavogi lækkað um 25%. Í krónum talið nemur þessi lækkun samtals 3,7 milljörðum króna – eða um milljarður á hverju ári sem situr þá eftir í vasa heimila. Ákvörðun okkar að lækka skatta á heimilin endurspeglar skýra stefnu okkar sem gegnum forystu í Kópavogi. Árangurinn er skýr, Kópavogsbúar greiða nú lægstu fasteignagjöld meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Samfylkingin vill hækka skatta á heimilin Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin í Kópavogi talað fyrir því að fullnýta lögbundna skatta sveitarfélagsins. Virðist sem flokkurinn líti á fullnýtingu skattheimilda sem náttúrulögmál en virðir að vettugi að slíkar tekjur koma beint úr vasa vinnandi fólks. Þessu til staðfestingar hefur flokkurinn setið hjá eða hafnað því að lækka fasteignaskatta í Kópavogi við gerð fjárhagsáætlunar öll árin á þessu kjörtímabili. Til að setja í samhengi hvaða þýðingu það hefði fyrir heimilin í Kópavogi ef ákveðið yrði að fullnýta skattstofna sveitarfélagsins til heimila, útsvarsprósentuna og fasteignaskattana, þá myndi það þýða rúmlega fimm milljarða króna skattahækkun á heimilin eða 350 þúsund krónur á hvert heimili í Kópavogi - Það er freisting sem skattaglöðum stjórnmálaflokkum gæti reynst erfitt að standast. Við virðum þarfir okkar íbúa, hvort sem þær snúa að bættri þjónustu, öruggum innviðum eða lægri sköttum. Skýrar áherslur, skýr sýn og stöðug stefna gera okkur kleift að bæta lífskjör okkar íbúa. Það höfum við gert sem gegnum forystu í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Við sem gegnum forystu í Kópavogi komum fram með skýrar áherslur í upphafi kjörtímabils með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Þessar áherslur endurspeglast í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á síðustu árum. 1. Stórbætt þjónusta með Kópavogsmódelinu Við vorum fyrst sveitarfélaga til að leiða áfram breytingar á leikskólum til að bregðast við mönnunarvanda og þjónusturofi sem hafði fengið að viðgangast í alltof langan tíma. Nú þegar þrjú ár eru liðin frá því við innleiddum Kópavogsmódelið þá er árangurinn skýr: fleiri börn fá leikskólapláss samhliða því sem leikskólar okkar eru nánast fullmannaðir, þjónustan er stöðugri, aldrei hefur þurft að loka sökum manneklu og við erum nú að bjóða börnum allt niður í 12 mánaða aldur leikskólavist. Starfsumhverfið á leikskólunum hefur gjörbreyst og foreldrar leikskólabarna í Kópavogi geta treyst á þá þjónustu sem við bjóðum upp á. 2. Við svörum ákalli nemenda, foreldra og kennara Í grunnskólum erum við að svara ákalli foreldra, nemenda og kennara um skýrari sýn á hvar börn standa í námi. Við höfum innleitt samræmt stöðumat frá 4. bekk og fyrstu prófin verða lögð fyrir nú í mars. Við ætlum einnig að tryggja skýrara námsmat fyrir nemendur, efla móttöku barna sem koma erlendis frá og efla öryggi starfsfólks og nemenda í skólum bæjarins. Þá ætlum við að efla skólabókasöfnin og innleiða metnaðarfulla læsisáætlun af krafti. Allar miðast þessar áherslur okkur við að setja framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti. 3. Breytt hugsun í menningarmálum og metaðsókn Við endurskipulögðum einnig menningarhús bæjarins til að nýta betur skattfé bæjarbúa og hagræddum í rekstri með breyttri forgangsröðun samhliða því sem við jukum þjónustu. Metaðsókn gesta fyrsta sumarið eftir breytingar sýnir að hagræðing og aukin þjónusta geta farið saman til ef rétt er á málum haldið. 4. Lýðheilsa eldri íbúa í forgrunni Verkefnið Virkni og vellíðan á vegum Kópavogsbæjar hefur verið útvíkkað til að þjóna sem flestum. Verkefnið miðar að því að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu eldri bæjarbúa. Aðsókn hefur aukist ár frá ári og í dag eru nálægt 600 iðkendur virkir í verkefninu. s Þá höfum við, og munum áfram, leggja áherslu á öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Við ætlum einnig að svara ákalli eldri íbúa og festa í sessi helgaropnun í félagsmiðstöðum þeirra og mæta þannig áskorunum er snúa að félagslegri einangrun. 5. Skattar lækkaðir á Kópavogsbúa Við höfum staðið vörð um ábyrgan rekstur sem er forsenda þess að geta byggt upp innviði og haldið úti þjónustu í samræmi við þarfir. Heildarskuldir og skuldahlutföll hafa lækkað á kjörtímabilinu þrátt fyrir að á sama tíma höfum við ráðist í miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum og öðrum nauðsynlegum innviðum. Þá höfum við hagrætt í rekstri með réttri forgangsröðun og betri nýtingu á skattfé okkar íbúa. Aldrei hefur slík hagræðing komið niður á grunnþjónustu sveitarfélagsins en á kjörtímabilinu hafa framlög til mennta- og velferðarmála aukist mest allra málaflokka eða um 6 milljarða króna. Við höfum lagt ríka áherslu á að skila góðum rekstri til íbúa í formi skattalækkana. Frá upphafi kjörtímabils hefur álagningarprósenta fasteignagjalda í Kópavogi lækkað um 25%. Í krónum talið nemur þessi lækkun samtals 3,7 milljörðum króna – eða um milljarður á hverju ári sem situr þá eftir í vasa heimila. Ákvörðun okkar að lækka skatta á heimilin endurspeglar skýra stefnu okkar sem gegnum forystu í Kópavogi. Árangurinn er skýr, Kópavogsbúar greiða nú lægstu fasteignagjöld meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Samfylkingin vill hækka skatta á heimilin Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin í Kópavogi talað fyrir því að fullnýta lögbundna skatta sveitarfélagsins. Virðist sem flokkurinn líti á fullnýtingu skattheimilda sem náttúrulögmál en virðir að vettugi að slíkar tekjur koma beint úr vasa vinnandi fólks. Þessu til staðfestingar hefur flokkurinn setið hjá eða hafnað því að lækka fasteignaskatta í Kópavogi við gerð fjárhagsáætlunar öll árin á þessu kjörtímabili. Til að setja í samhengi hvaða þýðingu það hefði fyrir heimilin í Kópavogi ef ákveðið yrði að fullnýta skattstofna sveitarfélagsins til heimila, útsvarsprósentuna og fasteignaskattana, þá myndi það þýða rúmlega fimm milljarða króna skattahækkun á heimilin eða 350 þúsund krónur á hvert heimili í Kópavogi - Það er freisting sem skattaglöðum stjórnmálaflokkum gæti reynst erfitt að standast. Við virðum þarfir okkar íbúa, hvort sem þær snúa að bættri þjónustu, öruggum innviðum eða lægri sköttum. Skýrar áherslur, skýr sýn og stöðug stefna gera okkur kleift að bæta lífskjör okkar íbúa. Það höfum við gert sem gegnum forystu í Kópavogi. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar