Óttast að skógrækt leggist nánast af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 16:32 Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. vísir/samsett Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum. Skógræktarfélag Íslands skilaði í gær umsögn við frumvarp umhverfisráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum er varða leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Í dag miðast tilkynningarskylda varðandi skógrægt við tvö hundruð hektara svæði en í frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði fært niður í fimmtíu hektara. Nái það fram að ganga þarf allt umfram það að fara í umhverfismat, sem er kostnaðarsamt að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Mikil skriffinska og kostnaður mun fylgja fyrirhuguðum breytingum, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.vísir/Vilhelm „Venjulegir landeigendur eða bændur munu ekki hafa efni á að stunda skógrækt í einhverjum mæli,“ segir Brynjólfur. „Þetta mun kosta milljónir og milljónatugi, eftir stærð landsvæða. Ég þekki eitt dæmi þar sem umhverfismat kostar á milli þrjátíu og fjörutíu milljónir króna.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að núverandi þröskuldur sé of hár og nái almennt ekki til skógræktarverkefna hér á landi. Ákvæðið sé því í raun ekki virkt. Nýræktun skóga feli í sér breytta landnýtingu og geti haft í för með sér miklar breytingar á vistkerfi og landslagi. Réttara að hækka þakið Brynjólfur óttast að nýrækt skóga muni hreinlega leggjast af, eða vera einungis á færi mjög fjársterkra aðila, fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið. „Í raun og veru ætti að hækka þetta viðmið upp í fimm hundruð hektara í staðinn fyrir að lækka í fimmtíu eins og er verið að gera í þessu frumvarpi.“ Hann bendir á að innan við eitt prósent af landinu sé þakið ræktuðum skógi. Ný krafa sem feli í sér skriffinsku og kostnað vinni gegn aðgerðum í loftslagsmálum „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu eru tíu til sjötíu prósent af landinu skógi vaxið. Þannig að samanburðurinn er náttúrulega allt annar hér á Íslandi. Hér eru bara allt aðrar aðstæður, landið er nánast skóglaust og þetta mun ekki hvetja til áframhaldandi skógræktar á Íslandi, síður en svo,“ segir Brynjólfur. „Við verðum að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða. Og þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að ná þeim markmiðum. Það er skógrækt. Og aukin skógrækt.“ Skógrækt og landgræðsla Alþingi Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Skógræktarfélag Íslands skilaði í gær umsögn við frumvarp umhverfisráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum er varða leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Í dag miðast tilkynningarskylda varðandi skógrægt við tvö hundruð hektara svæði en í frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði fært niður í fimmtíu hektara. Nái það fram að ganga þarf allt umfram það að fara í umhverfismat, sem er kostnaðarsamt að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Mikil skriffinska og kostnaður mun fylgja fyrirhuguðum breytingum, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.vísir/Vilhelm „Venjulegir landeigendur eða bændur munu ekki hafa efni á að stunda skógrækt í einhverjum mæli,“ segir Brynjólfur. „Þetta mun kosta milljónir og milljónatugi, eftir stærð landsvæða. Ég þekki eitt dæmi þar sem umhverfismat kostar á milli þrjátíu og fjörutíu milljónir króna.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að núverandi þröskuldur sé of hár og nái almennt ekki til skógræktarverkefna hér á landi. Ákvæðið sé því í raun ekki virkt. Nýræktun skóga feli í sér breytta landnýtingu og geti haft í för með sér miklar breytingar á vistkerfi og landslagi. Réttara að hækka þakið Brynjólfur óttast að nýrækt skóga muni hreinlega leggjast af, eða vera einungis á færi mjög fjársterkra aðila, fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið. „Í raun og veru ætti að hækka þetta viðmið upp í fimm hundruð hektara í staðinn fyrir að lækka í fimmtíu eins og er verið að gera í þessu frumvarpi.“ Hann bendir á að innan við eitt prósent af landinu sé þakið ræktuðum skógi. Ný krafa sem feli í sér skriffinsku og kostnað vinni gegn aðgerðum í loftslagsmálum „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu eru tíu til sjötíu prósent af landinu skógi vaxið. Þannig að samanburðurinn er náttúrulega allt annar hér á Íslandi. Hér eru bara allt aðrar aðstæður, landið er nánast skóglaust og þetta mun ekki hvetja til áframhaldandi skógræktar á Íslandi, síður en svo,“ segir Brynjólfur. „Við verðum að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða. Og þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að ná þeim markmiðum. Það er skógrækt. Og aukin skógrækt.“
Skógrækt og landgræðsla Alþingi Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira