Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. desember 2025 11:46 Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel. Þá er jafnframt tilefni til að rifja upp hvernig við höfum nýtt fullveldi okkar í samskiptum við önnur ríki allt frá því að þjóðin öðlaðist formlegt fullveldi árið 1918 og tók yfir fulla stjórn utanríkismála 10. apríl 1940, daginn eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Á fullveldisdaginn horfum við bæði aftur til sjálfstæðisbaráttunnar 1. desember 1918 og fram á við. Við berum ábyrgð á að varðveita og efla fullveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir. Utanríkis- og öryggisstefna landsins skiptir þar lykilmáli. Sem sjálfstæðismenn getum við með stolti hugsað til þeirra sem mótuðu þessa stefnu, frá því við tókum utanríkismálin í eigin hendur og fram til útfærslu landhelginnar, aðildar að EFTA árið 1970 og EES samningsins 1993. Staða Íslands mótar stefnu okkar Utanríkisstefna Íslands hefur ætíð tekið mið af staðreyndum um stöðu landsins. Hnattræn staðsetning Íslands í Norður Atlantshafi, á milli Evrópu og Norður Ameríku, hefur mótað aðstæður okkar í friði og á átakatímum. Íslendingar hafa um aldirnar átt sterk tengsl við Norðurlönd og önnur Evrópuríki, einkum vegna verslunar og fiskveiða, og samskipti við Breta og síðar Bandaríkin á stríðstímum síðustu aldar hafa haft mótandi áhrif á öryggis og pólitíska stefnu landsins. Af þessari reynslu höfum við lært að friðsöm og herlaus þjóð getur ekki treyst á aðeins eina stoð til að tryggja öryggi og hagsmuni. Þess vegna höfum við byggt upp fjölstoða utanríkisstefnu sem sameinar varnir, efnahagslegt og pólitískt samstarf og virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sú nálgun hefur tryggt öryggi Íslands og verið í stöðugri mótun allt frá stofnun lýðveldisins. Fjórar meginstoðir utanríkis- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisstefna Íslands hvílir á fjórum stoðum sem dreifa áhættu, auka pólitískt svigrúm og tryggja öryggi með fjölbreyttu samstarfi við nágranna í austri og vestri. Fyrsta stoðin er tvíhliða samstarf við Bandaríkin sem í áratugi hefur verið kjarninn í hernaðarlegu öryggi Íslands. Samstarfið byggir á skýrri skuldbindingu Bandaríkjanna til að verja Ísland, aðgangi að hernaðarinnviðum og eftirliti á hafsvæðunum í kringum landið og felur í sér uppbyggingu ratsjár og öryggiskerfa sem eru hornsteinn öryggisstefnunnar. Önnur stoðin er aðild að NATO sem tryggir varnarskuldbindingu bandalagsríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans og veitir Íslandi aðgang að sérfræðiþekkingu, netvörnum, greiningu og sameiginlegum æfingum. Ísland er þannig fullgildur þátttakandi í stærsta öryggiskerfi heims. Þriðja stoðin er EES samningurinn sem tryggir víðtækan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og veitir stöðugleika og jafnræði í viðskiptum án þess að framselt sé forræði yfir helstu auðlindum og atvinnuvegum. EES veitir 95% ávinning ESB-aðildar án þess að framselja fiskveiðiauðlindir eða stjórn á landbúnaði. Fjórða stoðin er norrænt samstarf og aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Norðurlöndin deila með okkur sambærilegu verðmætamati, samfélagsgerð og stjórnarháttum og alþjóðlegt samstarf styrkir stöðu Íslands sem lítils en virks ríkis. Þessar fjórar stoðir tryggja að Ísland er ekki háð aðeins einni tengingu við umheiminn. Ef ein stoð veikist veita hinar öryggi og stöðugleika og þannig er fullveldi okkar tryggt í reynd en ekki aðeins í orði. ESB, EES og rangar ásakanir um einangrunarstefnu Í umræðu um Evrópumálin og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður við Evrópusambandið hefur verið veist að Sjálfstæðisflokknum og hann sakaður um einangrunarstefnu. Slíkar ásakanir samræmast ekki veruleikanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt stóran þátt í að opna Ísland fyrir alþjóðlegu samstarfi, efla viðskipti og byggja upp traustar tengingar við nágrannaríki, meðal annars með aðild að EFTA, EES samningnum og mótun varnar og öryggissamstarfs. Möguleg aðild að ESB myndi hins vegar gera eina stoð ráðandi og færa stóran hluta efnahagslegs samstarfs og síðar mögulega varnarmálin undir sameiginlega stefnu mótaða í Brussel. Þá væri hætta á að sjálfstæð rödd Íslands veikist á alþjóðavettvangi. Á þessum degi – þegar við minnumst fullveldis Íslands – megum við ekki gleyma því að sjálfstæði og fullveldi verður ekki tryggt með því að færa valdið frá Alþingi til yfirþjóðlegra stofnana. Það er mikið öfugmæli að saka Sjálfstæðisflokkinn um einangrunarstefnu fyrir að vilja ekki setja öll egg þjóðarinnar í utanríkis- og öryggismálum í eina körfu Evrópusambandsins. Flokkurinn mun áfram standa vörð um fjölstoða utanríkis- og öryggisstefnu þjóðarinnar – þ. á m. um EES-samninginn sem hefur reynst henni vel í marga áratugi. Þetta er ekki einangrunarstefna því við treystum á margar stoðir og höfum sjálfstæðar tengingar við fjölmörg lönd bæði Bandaríkin, Kína og Indland - auk allra hinna - og þurfum ekki að reiða okkur á milligöngu ESB í þeim samskiptum. Þetta er ekki einangrunarstefna heldur traust og skynsamleg leið til að forðast einangrun. Við viljum móta stefnu okkar á íslenskum forsendum en viljum ekki lúta erlendri miðstýringu. Það er einmitt það sem fullveldið snýst um – að móta framtíðina á íslenskum forsendum. Það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fullveldisdagurinn Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel. Þá er jafnframt tilefni til að rifja upp hvernig við höfum nýtt fullveldi okkar í samskiptum við önnur ríki allt frá því að þjóðin öðlaðist formlegt fullveldi árið 1918 og tók yfir fulla stjórn utanríkismála 10. apríl 1940, daginn eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Á fullveldisdaginn horfum við bæði aftur til sjálfstæðisbaráttunnar 1. desember 1918 og fram á við. Við berum ábyrgð á að varðveita og efla fullveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir. Utanríkis- og öryggisstefna landsins skiptir þar lykilmáli. Sem sjálfstæðismenn getum við með stolti hugsað til þeirra sem mótuðu þessa stefnu, frá því við tókum utanríkismálin í eigin hendur og fram til útfærslu landhelginnar, aðildar að EFTA árið 1970 og EES samningsins 1993. Staða Íslands mótar stefnu okkar Utanríkisstefna Íslands hefur ætíð tekið mið af staðreyndum um stöðu landsins. Hnattræn staðsetning Íslands í Norður Atlantshafi, á milli Evrópu og Norður Ameríku, hefur mótað aðstæður okkar í friði og á átakatímum. Íslendingar hafa um aldirnar átt sterk tengsl við Norðurlönd og önnur Evrópuríki, einkum vegna verslunar og fiskveiða, og samskipti við Breta og síðar Bandaríkin á stríðstímum síðustu aldar hafa haft mótandi áhrif á öryggis og pólitíska stefnu landsins. Af þessari reynslu höfum við lært að friðsöm og herlaus þjóð getur ekki treyst á aðeins eina stoð til að tryggja öryggi og hagsmuni. Þess vegna höfum við byggt upp fjölstoða utanríkisstefnu sem sameinar varnir, efnahagslegt og pólitískt samstarf og virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sú nálgun hefur tryggt öryggi Íslands og verið í stöðugri mótun allt frá stofnun lýðveldisins. Fjórar meginstoðir utanríkis- og öryggisstefnu Íslands Utanríkisstefna Íslands hvílir á fjórum stoðum sem dreifa áhættu, auka pólitískt svigrúm og tryggja öryggi með fjölbreyttu samstarfi við nágranna í austri og vestri. Fyrsta stoðin er tvíhliða samstarf við Bandaríkin sem í áratugi hefur verið kjarninn í hernaðarlegu öryggi Íslands. Samstarfið byggir á skýrri skuldbindingu Bandaríkjanna til að verja Ísland, aðgangi að hernaðarinnviðum og eftirliti á hafsvæðunum í kringum landið og felur í sér uppbyggingu ratsjár og öryggiskerfa sem eru hornsteinn öryggisstefnunnar. Önnur stoðin er aðild að NATO sem tryggir varnarskuldbindingu bandalagsríkjanna samkvæmt 5. gr. Atlantshafssáttmálans og veitir Íslandi aðgang að sérfræðiþekkingu, netvörnum, greiningu og sameiginlegum æfingum. Ísland er þannig fullgildur þátttakandi í stærsta öryggiskerfi heims. Þriðja stoðin er EES samningurinn sem tryggir víðtækan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og veitir stöðugleika og jafnræði í viðskiptum án þess að framselt sé forræði yfir helstu auðlindum og atvinnuvegum. EES veitir 95% ávinning ESB-aðildar án þess að framselja fiskveiðiauðlindir eða stjórn á landbúnaði. Fjórða stoðin er norrænt samstarf og aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Norðurlöndin deila með okkur sambærilegu verðmætamati, samfélagsgerð og stjórnarháttum og alþjóðlegt samstarf styrkir stöðu Íslands sem lítils en virks ríkis. Þessar fjórar stoðir tryggja að Ísland er ekki háð aðeins einni tengingu við umheiminn. Ef ein stoð veikist veita hinar öryggi og stöðugleika og þannig er fullveldi okkar tryggt í reynd en ekki aðeins í orði. ESB, EES og rangar ásakanir um einangrunarstefnu Í umræðu um Evrópumálin og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður við Evrópusambandið hefur verið veist að Sjálfstæðisflokknum og hann sakaður um einangrunarstefnu. Slíkar ásakanir samræmast ekki veruleikanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt stóran þátt í að opna Ísland fyrir alþjóðlegu samstarfi, efla viðskipti og byggja upp traustar tengingar við nágrannaríki, meðal annars með aðild að EFTA, EES samningnum og mótun varnar og öryggissamstarfs. Möguleg aðild að ESB myndi hins vegar gera eina stoð ráðandi og færa stóran hluta efnahagslegs samstarfs og síðar mögulega varnarmálin undir sameiginlega stefnu mótaða í Brussel. Þá væri hætta á að sjálfstæð rödd Íslands veikist á alþjóðavettvangi. Á þessum degi – þegar við minnumst fullveldis Íslands – megum við ekki gleyma því að sjálfstæði og fullveldi verður ekki tryggt með því að færa valdið frá Alþingi til yfirþjóðlegra stofnana. Það er mikið öfugmæli að saka Sjálfstæðisflokkinn um einangrunarstefnu fyrir að vilja ekki setja öll egg þjóðarinnar í utanríkis- og öryggismálum í eina körfu Evrópusambandsins. Flokkurinn mun áfram standa vörð um fjölstoða utanríkis- og öryggisstefnu þjóðarinnar – þ. á m. um EES-samninginn sem hefur reynst henni vel í marga áratugi. Þetta er ekki einangrunarstefna því við treystum á margar stoðir og höfum sjálfstæðar tengingar við fjölmörg lönd bæði Bandaríkin, Kína og Indland - auk allra hinna - og þurfum ekki að reiða okkur á milligöngu ESB í þeim samskiptum. Þetta er ekki einangrunarstefna heldur traust og skynsamleg leið til að forðast einangrun. Við viljum móta stefnu okkar á íslenskum forsendum en viljum ekki lúta erlendri miðstýringu. Það er einmitt það sem fullveldið snýst um – að móta framtíðina á íslenskum forsendum. Það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun