Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:03 Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest eineltishringinn – geranda, þolanda, áhorfendur, verndara, þá sem hvetja og þá sem þegja. Hann er notaður til að kenna okkur hvernig við getum stutt og hjálpað þolendum. Samt getur verið erfitt að vita hvað á að gera – og enn erfiðara að framkvæma það. Stundum virðist einfaldara að gera ekkert. Í stafrænum heimi verður hringurinn óljósari og oft ósýnilegur: Hvern á að láta vita? Ertu áhorfandi ef þú ert að lesa ofbeldisfullar athugasemdir? Ertu þátttakandi ef þú skrollar bara framhjá og „líke-ar“ ekki? Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Glerártorgi, hvað gerirðu? Flest okkar myndu bregðast við með einhverjum hætti – stíga á milli, spyrja þolandann hvort hann sé öruggur, kalla á lögreglu eða láta starfsmann vita. Og svo eru þeir sem myndu ganga framhjá án þess að aðhafast. Ef þú sérð einhvern hóta að aflífa einstakling á Facebook, hvað gerirðu? Aðstæðurnar eru hinar sömu – þú sérð hótun og ert áhorfandi. Munurinn er vettvangurinn. Enn eru fjölmargir valkostir: einhverjir reyna að grípa inn í, aðrir hafa samband við þolandann, einhverjir tilkynna færsluna eða leita aðstoðar. Aðrir skrolla framhjá án þess að aðhafast. Munurinn á þessum aðstæðum er fyrst og fremst vettvangurinn og hversu brýna við upplifum stöðuna. Í raunheimi finnum við oft fyrir ábyrgð, sama hvort við gerum eitthvað eða ekki. Á netinu er auðveldara að gleyma – annað hvort vegna fjölda áreita eða vegna þess að næsta efni tekur strax yfir. Margir telja að skrolla sé hlutleysi, en það er blekking. Þögnin okkar viðheldur ofbeldinu og getur skaðað þolanda. Ef enginn gripi inn í á Glerártorgi – myndi ofbeldið stoppa eða ágerast? Og haldið þið að stafrænt ofbeldi stoppi ef við skrollum fram hjá? Afleiðingar stafræns ofbeldis eru jafn slæmar og afleiðingar annarra tegunda ofbeldis. Þolendur upplifa ótta, kvíða, hræðslu, vanlíðan og óöryggi og geta ekki notað sömu tækni og miðla af öryggi og aðrir. Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni. En með því að bregðast við og verða verndarar getum við lagt okkar af mörkum. Að vera verndari í stafrænum heimi er í grunninn það sama og í raunheimi: þú stendur með öðrum og líður ekki ofbeldi, hatur eða fordóma. Ef auðveldara er að beita ofbeldi á netinu, þar sem gerandinn felur sig á bak við skjá – þá eigum við líka að nýta skjáinn og taka afstöðu gegn ofbeldi. Hvernig geturðu verið verndari? – Taktu afstöðu: svaraðu athugasemdinni eða tilkynntu hana. – Ekki styðja ofbeldi: ekki „like-a“ eða dreifa ofbeldi, hatri eða fordómum. – Sýndu stuðning: sendu skilaboð til þolanda og láttu vita að þú hafir séð þetta og finnst þetta ekki í lagi. Við hjá Aflinu hvetjum þig eindregið til að upplýsa þig um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og gera það sem þú getur til að vera ekki hlutlaus áhorfandi. Vertu verndari. Höfundur er framkvæmdastýra Aflsins - samtök fyrir þolendur ofbeldis. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun