Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir og Arthur Knut Farestveit skrifa 3. desember 2025 08:15 Upphaf ferðamennsku á Íslandi má rekja allt aftur til 17. og 18. aldar þegar erlendir ferðamenn byrjuðu að koma til landsins, oft með það fyrir stafni að bera fornleifar augum. Þó svo að náttúran hafi eflaust verið helsta aðdráttarafl ferðamanna á þessum tíma voru mörkin á milli fornleifa og sögustaða þó óljós fram á 20. öldina og má því vel færa rök fyrir því að fornleifafræðin hafi lagt sitt af mörkum við uppbyggingu ferðamennskunnar á Íslandi. Í dag er ferðaþjónustan ein af stærstu atvinnugreinum landsins og mikill straumur ferðamanna kemur hingað ár hvert. Víða um landið er hægt að virða fyrir sér minjar sem legið hafa undir sverði í hundruð ára en með fornleifarannsóknum hafa staðirnir lifnað við og veitt okkur innsýn inn í fortíð Íslands. Vel heppnað dæmi um ferðamannastað sem hefur fornleifar í forgangi er Landnámssýningin í Aðalstræti sem hefur dafnað vel í ferðaþjónustunni. Miðpunktur safnsins er skálarúst frá 10. öld sem fannst árið 2001 og Reykjavíkurborg ákvað að varðveita til komandi kynslóða. Sýningin er vel sótt, bæði af íslenskum skólahópum og erlendum ferðamönnum, sem þar fá einstaka innsýn í fyrstu byggð Reykjavíkur. Árið 2022 var sýningin stækkuð og má nú einnig fræðast um upphaf þéttbýlis í Reykjavík á sýningu sem staðsett er í elsta húsi Kvosarinnar, Aðalstræti 10. Annað dæmi um miðlun á fornleifum er Stöng í Þjórsárdal. Stöng var einn af þeim bæjum sem grafinn var upp í Þjórsárdalsleiðangrinum svokallaða árið 1939, samvinnuverkefni norrænna fræðimanna, og var Kristján Eldjárn meðal þeirra sem tóku þátt. Á undanförnum árum hefur uppbygging staðarins verið á uppleið en árið 2024 var komið fyrir nýrri og stórbættri yfirbyggingu sem leysti gömlu umgjörðina frá 1957 af hólmi. Aðdráttarafl Stangar er mikið og mikil upplifun fyrir ferðafólk að keyra í gegnum auðnir dalsins á leið sinni til Stangar en bærinn er ekki síður áhugaverður og merkilegur fyrir þær sakir að hann gefur innsýn inn í líf bænda í Þjórsárdal til forna og samband manns og náttúruafla, en talið er að búskapur í dalnum hafi lagst af vegna áhrifa Heklugosa. Að lokum má nefna yngra dæmi, en íslenskar minjar eru ekki einungis frá þjóðveldisöld. Skálholt er staður þar sem fortíð og nútíð koma saman en þar er enn biskupssetur í dag. Um miðja 20. öld fór þar fram uppgröftur undir stjórn Kristjáns Eldjárns og fundust margar af fyrri kirkjum Skálholts og eina steinkistan sem fundist hefur á Íslandi. Árin 2002-2007 fóru fram fornleifarannsóknir á þyrpingu húsa suður af kirkjunni sem leiddi í ljós ýmis húsakynni biskupssetursins frá 17. og 18. öld. Í dag er hægt að ganga um svæðið og kynna sér sögu þess, bæði rústirnar utandyra og fornmuni úr fyrri rannsóknum í kjallara kirkjunnar. Nú hafa einungis verið nefndir þrír minjastaðir sem eru aðgengilegir ferðamönnum, þó langflestir þeirra séu það ekki. En raunin er að bæði Stöng og Skálholt hafa ekki fengið nægilega umfjöllun og ná ekki til ferðamanna né landsmanna á sama hátt og til dæmis Landnámssýningin. Vissulega er Landnámssýningin staðsett í miðbæ Reykjavíkur, en Skálholt er staðsett við Gullna hringinn, sem þúsundir ef ekki milljónir ferðamanna heimsækja ár hvert. Fornleifar virðast vera vannýtt auðlind í ferðaþjónustunni, en hverjar eru ástæðurnar fyrir því? Áhugaleysi á sögu Íslands? Skortur á fjármagni innviða og upplýsingaskilta? Viljum við ekki að ferðamenn sem og landsmenn á ferðalagi kynnist menningararfi okkar? Þjóðminjasafn Íslands og Félag fornleifafræðinga standa sameiginlega að dagskrá, undir heitinu Ferðalag til fortíðar - Ferðaþjónusta og fornleifar, í tilefni afmælisdags Dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Dagskráin fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 5. desember, kl. 12-14:15. Kristján vakti áhuga þjóðarinnar á fornleifum í gegnum rannsóknir sínar, skrif og þáttagerð. En hvernig gengur að miðla þeirri sögu sem fornleifarnar hafa að geyma til íslensku þjóðarinnar og erlendra ferðamanna? Ferðalag til fortíðar er yfirskrift dagskrárinnar í ár en viðfangsefnið er fornleifar og ferðaþjónusta. Fjallað verður um tækifæri í fornleifaferðaþjónustu, miðlun á rannsóknum og markaðssetningu á fornleifum. Farið verður um víðan völl, frá Þingvöllum til Skriðuklausturs, auk þess sem fornleifaferðaþjónusta verður skoðuð út frá sjónarhorni fornleifafræði, ferðamálafræði og markaðsfræði. Það er enginn aðgangseyrir og öll eru velkomin. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Félags fornleifafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Fornminjar Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Upphaf ferðamennsku á Íslandi má rekja allt aftur til 17. og 18. aldar þegar erlendir ferðamenn byrjuðu að koma til landsins, oft með það fyrir stafni að bera fornleifar augum. Þó svo að náttúran hafi eflaust verið helsta aðdráttarafl ferðamanna á þessum tíma voru mörkin á milli fornleifa og sögustaða þó óljós fram á 20. öldina og má því vel færa rök fyrir því að fornleifafræðin hafi lagt sitt af mörkum við uppbyggingu ferðamennskunnar á Íslandi. Í dag er ferðaþjónustan ein af stærstu atvinnugreinum landsins og mikill straumur ferðamanna kemur hingað ár hvert. Víða um landið er hægt að virða fyrir sér minjar sem legið hafa undir sverði í hundruð ára en með fornleifarannsóknum hafa staðirnir lifnað við og veitt okkur innsýn inn í fortíð Íslands. Vel heppnað dæmi um ferðamannastað sem hefur fornleifar í forgangi er Landnámssýningin í Aðalstræti sem hefur dafnað vel í ferðaþjónustunni. Miðpunktur safnsins er skálarúst frá 10. öld sem fannst árið 2001 og Reykjavíkurborg ákvað að varðveita til komandi kynslóða. Sýningin er vel sótt, bæði af íslenskum skólahópum og erlendum ferðamönnum, sem þar fá einstaka innsýn í fyrstu byggð Reykjavíkur. Árið 2022 var sýningin stækkuð og má nú einnig fræðast um upphaf þéttbýlis í Reykjavík á sýningu sem staðsett er í elsta húsi Kvosarinnar, Aðalstræti 10. Annað dæmi um miðlun á fornleifum er Stöng í Þjórsárdal. Stöng var einn af þeim bæjum sem grafinn var upp í Þjórsárdalsleiðangrinum svokallaða árið 1939, samvinnuverkefni norrænna fræðimanna, og var Kristján Eldjárn meðal þeirra sem tóku þátt. Á undanförnum árum hefur uppbygging staðarins verið á uppleið en árið 2024 var komið fyrir nýrri og stórbættri yfirbyggingu sem leysti gömlu umgjörðina frá 1957 af hólmi. Aðdráttarafl Stangar er mikið og mikil upplifun fyrir ferðafólk að keyra í gegnum auðnir dalsins á leið sinni til Stangar en bærinn er ekki síður áhugaverður og merkilegur fyrir þær sakir að hann gefur innsýn inn í líf bænda í Þjórsárdal til forna og samband manns og náttúruafla, en talið er að búskapur í dalnum hafi lagst af vegna áhrifa Heklugosa. Að lokum má nefna yngra dæmi, en íslenskar minjar eru ekki einungis frá þjóðveldisöld. Skálholt er staður þar sem fortíð og nútíð koma saman en þar er enn biskupssetur í dag. Um miðja 20. öld fór þar fram uppgröftur undir stjórn Kristjáns Eldjárns og fundust margar af fyrri kirkjum Skálholts og eina steinkistan sem fundist hefur á Íslandi. Árin 2002-2007 fóru fram fornleifarannsóknir á þyrpingu húsa suður af kirkjunni sem leiddi í ljós ýmis húsakynni biskupssetursins frá 17. og 18. öld. Í dag er hægt að ganga um svæðið og kynna sér sögu þess, bæði rústirnar utandyra og fornmuni úr fyrri rannsóknum í kjallara kirkjunnar. Nú hafa einungis verið nefndir þrír minjastaðir sem eru aðgengilegir ferðamönnum, þó langflestir þeirra séu það ekki. En raunin er að bæði Stöng og Skálholt hafa ekki fengið nægilega umfjöllun og ná ekki til ferðamanna né landsmanna á sama hátt og til dæmis Landnámssýningin. Vissulega er Landnámssýningin staðsett í miðbæ Reykjavíkur, en Skálholt er staðsett við Gullna hringinn, sem þúsundir ef ekki milljónir ferðamanna heimsækja ár hvert. Fornleifar virðast vera vannýtt auðlind í ferðaþjónustunni, en hverjar eru ástæðurnar fyrir því? Áhugaleysi á sögu Íslands? Skortur á fjármagni innviða og upplýsingaskilta? Viljum við ekki að ferðamenn sem og landsmenn á ferðalagi kynnist menningararfi okkar? Þjóðminjasafn Íslands og Félag fornleifafræðinga standa sameiginlega að dagskrá, undir heitinu Ferðalag til fortíðar - Ferðaþjónusta og fornleifar, í tilefni afmælisdags Dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Dagskráin fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 5. desember, kl. 12-14:15. Kristján vakti áhuga þjóðarinnar á fornleifum í gegnum rannsóknir sínar, skrif og þáttagerð. En hvernig gengur að miðla þeirri sögu sem fornleifarnar hafa að geyma til íslensku þjóðarinnar og erlendra ferðamanna? Ferðalag til fortíðar er yfirskrift dagskrárinnar í ár en viðfangsefnið er fornleifar og ferðaþjónusta. Fjallað verður um tækifæri í fornleifaferðaþjónustu, miðlun á rannsóknum og markaðssetningu á fornleifum. Farið verður um víðan völl, frá Þingvöllum til Skriðuklausturs, auk þess sem fornleifaferðaþjónusta verður skoðuð út frá sjónarhorni fornleifafræði, ferðamálafræði og markaðsfræði. Það er enginn aðgangseyrir og öll eru velkomin. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Félags fornleifafræðinga.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun