Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 4. desember 2025 07:01 Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun