Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:39 Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Snævar Örn Kristmannsson með verðlaun sín sem Íþróttafólk ársins sem þau voru bæði að vinna í fyrsta sinn. Vísir/Lýður Valberg Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Snævar Örn Kristmannsson voru í dag útnefnd besta íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fyrir árið 2025. Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með fötlun. Ingeborg Eide og Snævar Örn voru bæði að fá þessi verðlaun í fyrsta skipti. Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9,00 metra. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9,52 metra en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix-mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10,08 metra sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi, 50 metra og 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 100 metra og 200 metra fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100 metra flugsundi á tímanum 59,77 sek, 200 metra flugsundi á tímanum 2:14,57 mín. og 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 26,69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100 metra flugsundi með tímann 59,61 sek og 200 metra fjórsundi með tímann 2:25,75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi og bætti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50 metra skriðsundi endaði Snævar í fimmta sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Málefni fatlaðs fólks Sund Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með fötlun. Ingeborg Eide og Snævar Örn voru bæði að fá þessi verðlaun í fyrsta skipti. Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9,00 metra. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9,52 metra en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix-mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10,08 metra sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi, 50 metra og 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 100 metra og 200 metra fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100 metra flugsundi á tímanum 59,77 sek, 200 metra flugsundi á tímanum 2:14,57 mín. og 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 26,69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100 metra flugsundi með tímann 59,61 sek og 200 metra fjórsundi með tímann 2:25,75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi og bætti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50 metra skriðsundi endaði Snævar í fimmta sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Málefni fatlaðs fólks Sund Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira