Fótbolti

Freyr eftir­sóttur: „Hef hafnað öllum boðum“

Aron Guðmundsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann Vísir/Getty

Freyr Alexanders­son, þjálfari Brann, er eftir­sóttur af liði í MLS deildinni en segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrir­spurnum sem borist hafa frá öðrum félögum.

Frá þessu greinir norski miðilinn VG í dag en Freyr er á sínu fyrsta tíma­bili sem þjálfari Brann, undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti norsku úr­vals­deildarinnar og er í harðri baráttu í deildar­keppni Evrópu­deildarinnar.

VG hefur fyrir því heimildir að félag úr MLS deildinni hafi sett sig í sam­band við Frey varðandi mögu­leikann á því að hann verði næsti þjálfari þess. Freyr segir nokkur félög hafa kannað hjá sér stöðuna..

„Það hafa borist boð, meðal annars úr MLS deildinni en ég hef hafnað öllum slíkum boðum,“ segir Freyr í sam­tali við VG en honum hefur tekist að heilla hjá Brann og er afar vinsæll meðal stuðnings­manna liðsins.

Freyr segir engar viðræður í gangi milli sín og annarra félaga en fimm lið í MLS deildinni eru í þjálfaraleit þessa stundina: Sporting Kansas City, Colorado Rapids, New York Red Bulls, St. Louis City og Columbus Crew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×