Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 09:01 John Arne Riise er ósáttur við sektina sem nú er ljóst að hann verður að greiða. Getty/Andrew Powell Norðmaðurinn John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þarf að greiða 40.000 norskar krónur í sekt fyrir að kynna erlent veðmálafyrirtæki á Instagram-síðu sinni. Þetta er niðurstaðan eftir að norska happdrættisnefndin [Lotterinemda] ákvað að taka kæru Riise ekki til greina og þannig staðfesta sekt happdrættiseftirlitsins [Lotteritilsynet] fyrr á þessu ári. Riise var sektaður vegna myndefnis frá pókermóti í Brasilíu sem hann samþykkti að deila í gegnum Instagram-síðu sína. Hann var óánægður og hafði mótmælt sektinni, og bent á að hann sendi happdrættiseftirlitinu tölvupóst föstudaginn 11. apríl, þar sem hann sagði frá myndunum og vildi ganga úr skugga um að þær hefðu mátt birtast. Hann fékk svar næsta þriðjudag um að svo væri ekki og tók myndefnið út í kjölfarið. Sektina fékk Riise því vegna þeirra fjögurra daga sem myndefnið var sýnilegt á hans síðu og nam sektin 10.000 norskum krónum fyrir hvern dag, eða samtals um hálfri milljón íslenskra króna. John Arne Riise tapte på alle punkter: Må betale pokerbot https://t.co/eDBJFhiDMs— VG Sporten (@vgsporten) December 4, 2025 Riise hafði fengið tilkynningu um mögulegar dagsektir í febrúar, tveimur mánuðum fyrir pókermótið í Brasilíu, og var það skýr niðurstaða happdrættisnefndarinnar að hann hefði átt að vita betur en að birta myndefnið án þess að leyfi lægi fyrir. Ekki var tekið undir það sjónarmið að svar eftirlitsins í apríl hefði borist seint, við bréfinu sem Riise sendi. Sendi tölvupóst eftir að efnið var birt Samkvæmt VG var bréf Riise, sem hann sendi þegar hann var á mótinu í Brasilíu, svohljóðandi: „Ég hef samband við ykkur vegna spurningar. Ég er í Brasilíu á pókerviðburði. Ég spila póker og þeir hafa gert myndband og taggað mig um upplifun mína og ýmislegt í kringum ferðina o.s.frv. Ég hef bara samþykkt myndbandið þeirra á Instagram hjá mér. Þetta er ekki fjárhættuspil eða neitt slíkt, bara póker. Vildi bara láta vita af þessu og heyra hvort það sé í lagi? Ég hef ekki taggað neitt.“ Hann lauk svo bréfinu á að skrifa: „Sendi þennan póst bara til upplýsingar, svo ég geri ekkert rangt.“ Niðurstaðan byggi á breyttum lögum Niðurstaðan er hins vegar sú að hann hafi brotið af sér og þessu fagnar Trude Felde, yfirráðgjafi hjá happdrættiseftirlitinu: „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að við höfum túlkað reglurnar rétt,“ sagði Felde við VG. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum heimildina sem gefur okkur rétt til að ákveða þvingunarúrræði fyrirfram. Við fengum þetta tækifæri þegar lögum um fjárhættuspil var breytt árið 2023. Þetta snýst um að elta þá sem brjóta ítrekað lög um fjárhættuspil, en leiðrétta það svo fljótt aftur með því að eyða færslum,“ sagði Felde. Riise er 45 ára gamall. Hann lék með Liverpool á árunum 2001-08 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann lék einnig með Monaco, Roma og Fulham, sem og fleiri liðum auk þess að spila 110 A-landsleiki fyrir Noreg. Fjárhættuspil Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að norska happdrættisnefndin [Lotterinemda] ákvað að taka kæru Riise ekki til greina og þannig staðfesta sekt happdrættiseftirlitsins [Lotteritilsynet] fyrr á þessu ári. Riise var sektaður vegna myndefnis frá pókermóti í Brasilíu sem hann samþykkti að deila í gegnum Instagram-síðu sína. Hann var óánægður og hafði mótmælt sektinni, og bent á að hann sendi happdrættiseftirlitinu tölvupóst föstudaginn 11. apríl, þar sem hann sagði frá myndunum og vildi ganga úr skugga um að þær hefðu mátt birtast. Hann fékk svar næsta þriðjudag um að svo væri ekki og tók myndefnið út í kjölfarið. Sektina fékk Riise því vegna þeirra fjögurra daga sem myndefnið var sýnilegt á hans síðu og nam sektin 10.000 norskum krónum fyrir hvern dag, eða samtals um hálfri milljón íslenskra króna. John Arne Riise tapte på alle punkter: Må betale pokerbot https://t.co/eDBJFhiDMs— VG Sporten (@vgsporten) December 4, 2025 Riise hafði fengið tilkynningu um mögulegar dagsektir í febrúar, tveimur mánuðum fyrir pókermótið í Brasilíu, og var það skýr niðurstaða happdrættisnefndarinnar að hann hefði átt að vita betur en að birta myndefnið án þess að leyfi lægi fyrir. Ekki var tekið undir það sjónarmið að svar eftirlitsins í apríl hefði borist seint, við bréfinu sem Riise sendi. Sendi tölvupóst eftir að efnið var birt Samkvæmt VG var bréf Riise, sem hann sendi þegar hann var á mótinu í Brasilíu, svohljóðandi: „Ég hef samband við ykkur vegna spurningar. Ég er í Brasilíu á pókerviðburði. Ég spila póker og þeir hafa gert myndband og taggað mig um upplifun mína og ýmislegt í kringum ferðina o.s.frv. Ég hef bara samþykkt myndbandið þeirra á Instagram hjá mér. Þetta er ekki fjárhættuspil eða neitt slíkt, bara póker. Vildi bara láta vita af þessu og heyra hvort það sé í lagi? Ég hef ekki taggað neitt.“ Hann lauk svo bréfinu á að skrifa: „Sendi þennan póst bara til upplýsingar, svo ég geri ekkert rangt.“ Niðurstaðan byggi á breyttum lögum Niðurstaðan er hins vegar sú að hann hafi brotið af sér og þessu fagnar Trude Felde, yfirráðgjafi hjá happdrættiseftirlitinu: „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að við höfum túlkað reglurnar rétt,“ sagði Felde við VG. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum heimildina sem gefur okkur rétt til að ákveða þvingunarúrræði fyrirfram. Við fengum þetta tækifæri þegar lögum um fjárhættuspil var breytt árið 2023. Þetta snýst um að elta þá sem brjóta ítrekað lög um fjárhættuspil, en leiðrétta það svo fljótt aftur með því að eyða færslum,“ sagði Felde. Riise er 45 ára gamall. Hann lék með Liverpool á árunum 2001-08 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann lék einnig með Monaco, Roma og Fulham, sem og fleiri liðum auk þess að spila 110 A-landsleiki fyrir Noreg.
Fjárhættuspil Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti