Innlent

Allt til­tækt slökkvi­lið á Brimnesi

Eiður Þór Árnason skrifar
Bærinn Brimnes í Dalvíkurbyggð.
Bærinn Brimnes í Dalvíkurbyggð. Já.is

Eldur logar á bænum Brimnesi á Dalvík og var allt tiltækt slökkvilið bæjarins kallað á staðinn fyrr í kvöld. Að sögn slökkviliðsstjóra er hvorki vitað um slys á mönnum né dýrum og verið sé að ná tökum á eldinum.

Slökkviliðið hafi einnig notið aðstoðar frá slökkviliðinu á Akureyri og körfubíll frá þeim sé nýttur á vettvangi. Nú sé unnið að því að slökkva eldhreiður í þaki, að sögn Vilhelms Hallgrímssonar slökkviliðsstjóra. Mbl.is greindi fyrst frá málinu.

„Við erum búnir að einangra eldinn við fjósið, engar skepnur inni og teljum okkur vera búnir að ná tökum á því að megninu til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×