Fótbolti

Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og fé­laga í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille og liðið landaði dýrmætum þremur stigum.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille og liðið landaði dýrmætum þremur stigum. Getty/Catherine Steenkeste

Lille náði Marseille að stigum í þriðja og fjórða sæti frönsku deildarinnar eftir sigur í innbyrðis leik liðanna í kvöld.

Lille var þarna að vinna þriðja deildarleikinn sinn í röð en situr í fjórða sætinu á lakari markatölu.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille eins og áður.

Ethan Mbappé var hetja Lille en hann skoraði eina mark leiksins strax á tíundu mínútu.

Hákon spilaði í 84 mínútur, náði ekki skoti en bjó til eitt færi fyrir félaga sinn. Hann kom 46 sinnum við boltann og 78 prósent sendinga hans heppnuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×