Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. desember 2025 09:02 Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega þegar það fékk smá frí í gær. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira