Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. desember 2025 09:02 Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega þegar það fékk smá frí í gær. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira