Sport

Dag­skráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur

Sindri Sverrisson skrifar
Manchester United getur flogið upp töfluna með sigri á botnliði Úlfanna í kvöld.
Manchester United getur flogið upp töfluna með sigri á botnliði Úlfanna í kvöld. Getty/Justin Setterfield

Manchester United gæti flogið upp um sex sæti með sigri gegn botnliði Wolves í kvöld, þegar fimmtándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lýkur. Leikurinn er í beinni á Sýn Sport.

Sýn Sport

Úlfarnir hafa ekki enn unnið leik á þessari leiktíð svo United ætti að eiga góða möguleika á sigri, sem kæmi liðinu úr 12. sæti upp að hlið Chelsea sem er í 5. sæti. Leikur Úlfanna og United hefst klukkan 20.

Sýn Sport Ísland

Það er ýmislegt að ræða í Bónus-deildin Extra, klukkan 20, auk þess sem Tommi Steindórs og Nablinn halda áfram að keppa sín á milli í Extraleikunum.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 18:30 hefst bein útsending frá drættinum í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta, FA Cup, þar sem stóru liðin mæta til leiks. Í kjölfarið, eða klukkan 19:25, er svo leikur Brackley Town og Burton Albion í þessari elstu og virtustu bikarkeppni heims. Klukkan 00:35 í nótt hefst svo útsending frá leik Maple Leafs og Lightning í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×