Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2025 07:32 Kristín Magnúsdóttir hóf að æfa þríþraut sextíu ára gömul. Nú sex árum síðar hefur hún sjö sinnum klárað Iron man keppni og stefnir á keppni númer átta og níu á næsta ári. Vísir/Samsett Sextíu ára gömul, án nokkurrar reynslu, ákvað Kristín Magnúsdóttir að æfa sig fyrir þríþraut. Nú sex árum síðar hefur hún sjö sinnum klárað Iron Man keppni, keppt á heimsmeistaramótum og hefur hreyfingin hjálpað henni að halda sjúkdómi í skefjum. Það að þreita Iron Man keppni er ekki á færi allra, aflraun sem inniheldur langa kafla hjólandi syndandi og hlaupandi. Eftir að hafa klárað Landvættina hér heima með eiginmanni sínum Jóni Axelssyni sextíu ára gömul vann Kristín til verðlauna í sinni fyrstu keppni. „Þá er ég í raun ekkert búin að vera gera í tuttugu til þrjátíu ár annað en að vera í fjallgönguhópi þegar að ég var fimmtug. Þá klifum við alla helstu tinda landsins, mjög langar ferðir. Jón Gauti Jónsson fór fyrir þeim hópi. Flottur og góður félagsskapur. Og í dag þegar að ég er að fara hefja langar keppnir hugsa ég alltaf með sjálfri mér: „þú ert búin að gera þetta áður, þú ert búin að fara í tuttugu tíma fjallgöngu eða hvað sem er.“ Ég er með það haldreipi að hugsa að ég geti þetta alveg.“ Á palli í sinni fyrstu keppni Kristín bjó hins vegar að reynslu frá því að keppa í þríþraut. Hlaup, hjól og sund skipa mismunandi kafla í Iron man keppnum. Hér er Kristín á fleygiferð í einni slíkri keppni.Aðsend mynd „Ég varð að þjálfa allt upp. Ég átti ekki einu sinni hjól þegar að ég var sextíu ára og var að fara í Bláa lóns þrautina. Það var bara að kýla á þetta. Ég æfði mig bara áður en ég fór í vinnu og svo eftir vinnu. En það gekk rosalega vel. Þrautseigjan og seiglan í mér er þannig.“ Þú endar svo á verðlaunapalli í þinni fyrstu Iron Man keppni? „Já. Það var mjög sérstakt. Það var stór hópur héðan sem fór í þessa keppni og ég var sú eina sem endaði á verðlaunapalli. Ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þegar að ég var yngri, í mínum heimabæ á Ólafsvík, að yfirleitt var það staðan líka þá. Það kannski rifjaðist dálítið upp hjá mér eftir á. Að ég hefði upplifað þetta kannski sem unglingur líka. En þarna er ég komin út í heim og það var svolítið skrítið að það skyldi vera líka raunin þar.“ Samrýnd hjón á sömu vegferð Sjö keppnum síðar, þar af tveimur heimsmeistarakeppnum, er Kristín enn að bæta sig nú 66 ára gömul, þrautseigjan og seiglan frá heimabænum Ólafsvík til staðar og stefnan sett á keppnir númer átta og níu á næsta ári. „Það er ekkert smá. Ég sá þetta aldrei fyrir þegar að ég byrjaði. En eitt hefur bara leitt að öðru. Maðurinn minn sá um að skrá okkur í þessar keppnir og stundum fékk ég bara tölvupóst þar sem að var staðfesting á skráningu. Að ég væri að fara í þessa og hina keppnina. Sem var ágætt, ég hefði sjálf verið svo lengi að hugsa mig um.“ Þið gerið þetta saman. Er það lykillinn í þessu? „Algjörlega. En ég sleppi engum æfingum þó svo að hann, sem starfandi sjómaður, sé úti á sjó. Ég þurfti mjög mikið að vera ein að æfa fyrir heimsmeistarakeppnina í Nice í fyrra.“ Kristín og eiginmaður hennar Jón Axelsson hafa verið saman í Iron Man bröltinu. Oft veit Kristín ekki af því að hún sé á leiðinni í keppni fyrr en henni berst staðfesting á því í tölvupósti. Þá er Jón búinn að skrá þau í næstu keppni.Aðsend mynd Hvað gefur það þér að vera með honum í þessu brölti? „Það gefur mér bara allt. Við höfum um nóg að ræða, erum endalaust að skipuleggja. Það er ótrúlegur styrkur í því og dásamlegt að geta verið saman í þessu.“ Blóð bullaði upp úr skónum En svona vegferð er ekki bara dans á rósum. Það krefst mikils aga að æfa fyrir Iron Man keppnir, álagið er mikið og sólarhring fyrir keppni á Ítalíu árið 2022 lenti Kristín í krefjandi lífsreynslu. Kristín, á krefjandi tímapunkti, einblíndi á jákvæðan hugsunarhátt og af því að hún gat ekki sjálf keppt ákvað hún að styðja við bakið á samlöndum sínumAðsend mynd „Við komum út tímanlega. Ég var búin að æfa alveg rosalega vel. Þá er spennustigið í líkamanum orðið rosalega mikið og maður þarf að passa sig og fara í hvíld. En morguninn eftir að við komum út var boðið upp á brautarskoðun á hjóli. Hún var lengri en ég gerði ráð fyrir. Rétt áður en ég kem til baka að hótelinu kemur einhver smá slinkur á mig. Ég datt þó ekki en skil svo ekkert í því þegar ég sé blóð bulla upp úr skónum mínum. Ég rétt næ að komast að hótelinu þar sem fólkið var. Þau grípa mig bara þar. Þá var ég búin að missa svo mikið blóð. Þá hafði komið rifa, brot og tognun á vinstri fótinn. Það var bara komin það mikil spenna á húðinni að hún bara gefur sig. Ég enda bara upp á spítala í aðgerð og gifsi. Það var alveg rosalega erfitt. Að vera þarna á skurðarborðinu komin í þetta form á leiðinni að keppa. Það tók rosalega á.“ Allar þessar æfingar að baki. „Þetta fær mann til að hugsa. Þetta er ekki ókeypis. Maður er búin að leggja allt í þetta. Ég sneri þessu bara upp í að vera á hliðarlínunni að hvetja félagana með íslenska fánanum á stól fyrir utan hótelið. Hvatti þau áfram þar.“ Hún er með augun á Iron Man keppni á svipuðum slóðum á næsta ári en er nú þegar einnig búin að skrá sig til leiks í keppni, ásamt eiginmanni sínum, á Sardiníu á næsta ári. Þú átt óklárað verk á Ítalíu? „Mér finnst það. Þetta hefur blundað í mér og eftir heimsmeistarakeppnina í Marbella er ég farin að hugsa með mér að klára þetta. Þá verða níu Iron Man keppnir frá. Mig dreymdi ekki einu sinni um þann fjölda í byrjun. Alls ekki. En ég segi að það sé aldrei of seint að byrja. Mér finnst ég hafa efni á því að segja það við aðra. Kýldu bara á það, þetta er ekkert mál. En vissulega, þegar að maður er orðin þetta gamall þá stoppar ekki eitthvað. Það tekur alltaf lengri tíma að koma sér af stað aftur eftir því sem þú eldist. Það er svo dásamlegt að finna það að geta bætt sig á þessum aldri.“ Á leiðinni í endamarkið. Kristín á að baki tvö heimsmeistaramót í Iron Man.Aðsend mynd Hreyfingin stuðlar að góðri heilsu Og Kristín finnur það á eigin heilsu hversu mikið þessi hreyfing hjálpar henni. „Ég átti við psoriasis gigt að etja og húðsjúkdóminn psoriasis. Ég er algjörlega lyfjalaus. Að þurfa ekki að taka inn nein einustu lyf og líða vel er bara algjör plús. Meðalið mitt er hreyfingin.“ „Sjáum hvar ég verð sjötug“ En hvað segja barnabörnin um ömmu sem syndir, hleypur og hjólar um eins og ofurhetja? „Amma Iron Man. Ömmustelpan mín kom með okkur út núna til Danmerkur fyrr á árinu sem og til Marbella. Þau eru stolt. Stolt af ömmu.“ Kristín ætlar aldrei að hætta að hreyfa sig með reglubundnum hætti. „Sjáum hvar ég verð sjötug.“ Þríþraut Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Það að þreita Iron Man keppni er ekki á færi allra, aflraun sem inniheldur langa kafla hjólandi syndandi og hlaupandi. Eftir að hafa klárað Landvættina hér heima með eiginmanni sínum Jóni Axelssyni sextíu ára gömul vann Kristín til verðlauna í sinni fyrstu keppni. „Þá er ég í raun ekkert búin að vera gera í tuttugu til þrjátíu ár annað en að vera í fjallgönguhópi þegar að ég var fimmtug. Þá klifum við alla helstu tinda landsins, mjög langar ferðir. Jón Gauti Jónsson fór fyrir þeim hópi. Flottur og góður félagsskapur. Og í dag þegar að ég er að fara hefja langar keppnir hugsa ég alltaf með sjálfri mér: „þú ert búin að gera þetta áður, þú ert búin að fara í tuttugu tíma fjallgöngu eða hvað sem er.“ Ég er með það haldreipi að hugsa að ég geti þetta alveg.“ Á palli í sinni fyrstu keppni Kristín bjó hins vegar að reynslu frá því að keppa í þríþraut. Hlaup, hjól og sund skipa mismunandi kafla í Iron man keppnum. Hér er Kristín á fleygiferð í einni slíkri keppni.Aðsend mynd „Ég varð að þjálfa allt upp. Ég átti ekki einu sinni hjól þegar að ég var sextíu ára og var að fara í Bláa lóns þrautina. Það var bara að kýla á þetta. Ég æfði mig bara áður en ég fór í vinnu og svo eftir vinnu. En það gekk rosalega vel. Þrautseigjan og seiglan í mér er þannig.“ Þú endar svo á verðlaunapalli í þinni fyrstu Iron Man keppni? „Já. Það var mjög sérstakt. Það var stór hópur héðan sem fór í þessa keppni og ég var sú eina sem endaði á verðlaunapalli. Ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þegar að ég var yngri, í mínum heimabæ á Ólafsvík, að yfirleitt var það staðan líka þá. Það kannski rifjaðist dálítið upp hjá mér eftir á. Að ég hefði upplifað þetta kannski sem unglingur líka. En þarna er ég komin út í heim og það var svolítið skrítið að það skyldi vera líka raunin þar.“ Samrýnd hjón á sömu vegferð Sjö keppnum síðar, þar af tveimur heimsmeistarakeppnum, er Kristín enn að bæta sig nú 66 ára gömul, þrautseigjan og seiglan frá heimabænum Ólafsvík til staðar og stefnan sett á keppnir númer átta og níu á næsta ári. „Það er ekkert smá. Ég sá þetta aldrei fyrir þegar að ég byrjaði. En eitt hefur bara leitt að öðru. Maðurinn minn sá um að skrá okkur í þessar keppnir og stundum fékk ég bara tölvupóst þar sem að var staðfesting á skráningu. Að ég væri að fara í þessa og hina keppnina. Sem var ágætt, ég hefði sjálf verið svo lengi að hugsa mig um.“ Þið gerið þetta saman. Er það lykillinn í þessu? „Algjörlega. En ég sleppi engum æfingum þó svo að hann, sem starfandi sjómaður, sé úti á sjó. Ég þurfti mjög mikið að vera ein að æfa fyrir heimsmeistarakeppnina í Nice í fyrra.“ Kristín og eiginmaður hennar Jón Axelsson hafa verið saman í Iron Man bröltinu. Oft veit Kristín ekki af því að hún sé á leiðinni í keppni fyrr en henni berst staðfesting á því í tölvupósti. Þá er Jón búinn að skrá þau í næstu keppni.Aðsend mynd Hvað gefur það þér að vera með honum í þessu brölti? „Það gefur mér bara allt. Við höfum um nóg að ræða, erum endalaust að skipuleggja. Það er ótrúlegur styrkur í því og dásamlegt að geta verið saman í þessu.“ Blóð bullaði upp úr skónum En svona vegferð er ekki bara dans á rósum. Það krefst mikils aga að æfa fyrir Iron Man keppnir, álagið er mikið og sólarhring fyrir keppni á Ítalíu árið 2022 lenti Kristín í krefjandi lífsreynslu. Kristín, á krefjandi tímapunkti, einblíndi á jákvæðan hugsunarhátt og af því að hún gat ekki sjálf keppt ákvað hún að styðja við bakið á samlöndum sínumAðsend mynd „Við komum út tímanlega. Ég var búin að æfa alveg rosalega vel. Þá er spennustigið í líkamanum orðið rosalega mikið og maður þarf að passa sig og fara í hvíld. En morguninn eftir að við komum út var boðið upp á brautarskoðun á hjóli. Hún var lengri en ég gerði ráð fyrir. Rétt áður en ég kem til baka að hótelinu kemur einhver smá slinkur á mig. Ég datt þó ekki en skil svo ekkert í því þegar ég sé blóð bulla upp úr skónum mínum. Ég rétt næ að komast að hótelinu þar sem fólkið var. Þau grípa mig bara þar. Þá var ég búin að missa svo mikið blóð. Þá hafði komið rifa, brot og tognun á vinstri fótinn. Það var bara komin það mikil spenna á húðinni að hún bara gefur sig. Ég enda bara upp á spítala í aðgerð og gifsi. Það var alveg rosalega erfitt. Að vera þarna á skurðarborðinu komin í þetta form á leiðinni að keppa. Það tók rosalega á.“ Allar þessar æfingar að baki. „Þetta fær mann til að hugsa. Þetta er ekki ókeypis. Maður er búin að leggja allt í þetta. Ég sneri þessu bara upp í að vera á hliðarlínunni að hvetja félagana með íslenska fánanum á stól fyrir utan hótelið. Hvatti þau áfram þar.“ Hún er með augun á Iron Man keppni á svipuðum slóðum á næsta ári en er nú þegar einnig búin að skrá sig til leiks í keppni, ásamt eiginmanni sínum, á Sardiníu á næsta ári. Þú átt óklárað verk á Ítalíu? „Mér finnst það. Þetta hefur blundað í mér og eftir heimsmeistarakeppnina í Marbella er ég farin að hugsa með mér að klára þetta. Þá verða níu Iron Man keppnir frá. Mig dreymdi ekki einu sinni um þann fjölda í byrjun. Alls ekki. En ég segi að það sé aldrei of seint að byrja. Mér finnst ég hafa efni á því að segja það við aðra. Kýldu bara á það, þetta er ekkert mál. En vissulega, þegar að maður er orðin þetta gamall þá stoppar ekki eitthvað. Það tekur alltaf lengri tíma að koma sér af stað aftur eftir því sem þú eldist. Það er svo dásamlegt að finna það að geta bætt sig á þessum aldri.“ Á leiðinni í endamarkið. Kristín á að baki tvö heimsmeistaramót í Iron Man.Aðsend mynd Hreyfingin stuðlar að góðri heilsu Og Kristín finnur það á eigin heilsu hversu mikið þessi hreyfing hjálpar henni. „Ég átti við psoriasis gigt að etja og húðsjúkdóminn psoriasis. Ég er algjörlega lyfjalaus. Að þurfa ekki að taka inn nein einustu lyf og líða vel er bara algjör plús. Meðalið mitt er hreyfingin.“ „Sjáum hvar ég verð sjötug“ En hvað segja barnabörnin um ömmu sem syndir, hleypur og hjólar um eins og ofurhetja? „Amma Iron Man. Ömmustelpan mín kom með okkur út núna til Danmerkur fyrr á árinu sem og til Marbella. Þau eru stolt. Stolt af ömmu.“ Kristín ætlar aldrei að hætta að hreyfa sig með reglubundnum hætti. „Sjáum hvar ég verð sjötug.“
Þríþraut Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira