Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 11:52 Össur vill meðal annars meina að Svandísi skorti kjörþokka. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ Þetta segir Svandís í færslu sem hún birti á Facebook í morgun þar sem hún bregst við ummælum sem Össur lét falla á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Össur sló upp færslu með vangaveltum sínum í framhaldi af spjallþættinum Silfrinu á RÚV í gær þar sem Stefán Pálsson var meðal gesta. Krullur Stefáns Pálssonar, hernaðarandstæðings og varaborgarfulltrúa VG, eru meðal þess sem virðist heilla Össur Skarphéðinsson.Vísir/Einar „Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar,“ skrifaði Össur meðal annars. Færslan sem Össur birti í gærkvöldi.Facebook/skjáskot Svandís bregst við ummælunum í eigin færslu á Facebook í morgun þar sem hún vitnar í umfjöllun DV um orð Össurar. „Mannfyrirlitningin er alltaf fyrsta verkfæri Össurar – og hluti af þeirri lítilsvirðingu er að tala um flokka sem ‘ræfil’ eða ‘skúffu’. Þetta orðfæri segir miklu meira um hann sjálfan en þau sem orðin beinast að. Um leið beinir hann athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar og þar með Samfylkingarinnar. Erindi Össurar er skepnuskapur í eigin þágu,“ skrifar Svandís. „Stefán Pálsson er frábær, og það vita allir sem á hann hlusta. Og VG á áfram erindi, hvort sem Össuri líkar það betur eða verr Og það erindi snýst um samfélagið.“ Svandís tekur ummælum Össurar ekki þegjandi og hljóðalaust.Facebook/skjáskot Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þetta segir Svandís í færslu sem hún birti á Facebook í morgun þar sem hún bregst við ummælum sem Össur lét falla á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Össur sló upp færslu með vangaveltum sínum í framhaldi af spjallþættinum Silfrinu á RÚV í gær þar sem Stefán Pálsson var meðal gesta. Krullur Stefáns Pálssonar, hernaðarandstæðings og varaborgarfulltrúa VG, eru meðal þess sem virðist heilla Össur Skarphéðinsson.Vísir/Einar „Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar,“ skrifaði Össur meðal annars. Færslan sem Össur birti í gærkvöldi.Facebook/skjáskot Svandís bregst við ummælunum í eigin færslu á Facebook í morgun þar sem hún vitnar í umfjöllun DV um orð Össurar. „Mannfyrirlitningin er alltaf fyrsta verkfæri Össurar – og hluti af þeirri lítilsvirðingu er að tala um flokka sem ‘ræfil’ eða ‘skúffu’. Þetta orðfæri segir miklu meira um hann sjálfan en þau sem orðin beinast að. Um leið beinir hann athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar og þar með Samfylkingarinnar. Erindi Össurar er skepnuskapur í eigin þágu,“ skrifar Svandís. „Stefán Pálsson er frábær, og það vita allir sem á hann hlusta. Og VG á áfram erindi, hvort sem Össuri líkar það betur eða verr Og það erindi snýst um samfélagið.“ Svandís tekur ummælum Össurar ekki þegjandi og hljóðalaust.Facebook/skjáskot
Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira