Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 13:41 Börnin bjuggu með foreldrum sínum í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Foreldrarnir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm. Vísir/Getty Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf. Aðstæður barnanna uppgötvuðust þegar móðir þeirra hringdi í neyðarlínu vegna þess að yngsta barn þeirra var meðvitundarlaust í júlí árið 2023. Lögreglumenn fundu barnið látið á heimili fjölskyldunnar í Phoenix. Eldri börnin þrjú, tveggja, fjögurra og fimm ára, voru færð á sjúkrahús en þau þjáðust af ýmis konar kvillum vegna viðvarandi næringarskorts, meðal annars beinkröm, beinrýrð og D-vítamínskorti. Þá voru þau með verulega þroskafrávik, að sögn USA Today. Saksóknarar ákærðu foreldrana, sem eru á þrítugsaldri, fyrir manndráp og barnamisnotkun. Þeir gætu sloppið með sextán ára dóm geri þeir sátt við ákæruvaldið. Þeir telja að foreldrarnir hafi valdið dauða yngsta barnsins og svelt þau eldri með því að hafa þau á öfgakenndri útgáfu af basísku fæði sem byggir á þeirri ranghugmynd að hægt sé að lækna sjúkdóma og afeitra líkamann með því að breyta sýrustigi hans í gegnum mataræði. Túlkuðu hratt þyngdartap sem árangur Börnin fengu nær eingöngu grænmeti, ávexti og plöntumjólk. Þannig hafi þau nánast engin prótín, fitu né betrumbætt matvæli fengið. Þegar börnin horuðust hratt sögðust foreldrarnir hafa túlkað það sem vísbending um að mataræðið skilaði tilætluðum árangri og fjarlægð eiturefni úr líkama þeirra. Foreldarnir forðuðust einnig að fara með börnin til lækna. „Við völdum þetta mataræði fyrir góða heilsu,“ sagði faðir barnanna þegar hann kom fyrir dóm í síðustu viku. Hluti af vellíðunariðnaðinum Basískt mataræði er á meðal ógrynni kúra og óhefðbundinna meðferða sem vellíðunariðnaðurinn heldur að fólki, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla, og malar gull á. Hægt er að finna íslenskar jaðarvefsíður um mataræðið. Foreldarnir sögðu lögreglu að þeir hefðu stuðst við myndbönd sem þeir fundu á netinu og samfélagsmiðlafærslur þar sem varað var við bóluefnum, læknismeðferðum fyrir ungbörn og algengum lyfjum eins og verkjalyfinu Tylenol. Bandarískum heilbrigðisyfirvöldum er nú stýrt af Robert F. Kennedy yngri, einum þekktasta andstæðingi bóluefna í heiminum. Undir stjórn hans hefur alríkisstjórnin gefið til kynna opinberlega að tengsl kunni að vera á milli einhverfu og þess að mæður taki inn Tylenol á meðgöngu. Engar vísindalegar vísbendingar eru til um það. Bandaríkin Erlend sakamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira
Aðstæður barnanna uppgötvuðust þegar móðir þeirra hringdi í neyðarlínu vegna þess að yngsta barn þeirra var meðvitundarlaust í júlí árið 2023. Lögreglumenn fundu barnið látið á heimili fjölskyldunnar í Phoenix. Eldri börnin þrjú, tveggja, fjögurra og fimm ára, voru færð á sjúkrahús en þau þjáðust af ýmis konar kvillum vegna viðvarandi næringarskorts, meðal annars beinkröm, beinrýrð og D-vítamínskorti. Þá voru þau með verulega þroskafrávik, að sögn USA Today. Saksóknarar ákærðu foreldrana, sem eru á þrítugsaldri, fyrir manndráp og barnamisnotkun. Þeir gætu sloppið með sextán ára dóm geri þeir sátt við ákæruvaldið. Þeir telja að foreldrarnir hafi valdið dauða yngsta barnsins og svelt þau eldri með því að hafa þau á öfgakenndri útgáfu af basísku fæði sem byggir á þeirri ranghugmynd að hægt sé að lækna sjúkdóma og afeitra líkamann með því að breyta sýrustigi hans í gegnum mataræði. Túlkuðu hratt þyngdartap sem árangur Börnin fengu nær eingöngu grænmeti, ávexti og plöntumjólk. Þannig hafi þau nánast engin prótín, fitu né betrumbætt matvæli fengið. Þegar börnin horuðust hratt sögðust foreldrarnir hafa túlkað það sem vísbending um að mataræðið skilaði tilætluðum árangri og fjarlægð eiturefni úr líkama þeirra. Foreldarnir forðuðust einnig að fara með börnin til lækna. „Við völdum þetta mataræði fyrir góða heilsu,“ sagði faðir barnanna þegar hann kom fyrir dóm í síðustu viku. Hluti af vellíðunariðnaðinum Basískt mataræði er á meðal ógrynni kúra og óhefðbundinna meðferða sem vellíðunariðnaðurinn heldur að fólki, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla, og malar gull á. Hægt er að finna íslenskar jaðarvefsíður um mataræðið. Foreldarnir sögðu lögreglu að þeir hefðu stuðst við myndbönd sem þeir fundu á netinu og samfélagsmiðlafærslur þar sem varað var við bóluefnum, læknismeðferðum fyrir ungbörn og algengum lyfjum eins og verkjalyfinu Tylenol. Bandarískum heilbrigðisyfirvöldum er nú stýrt af Robert F. Kennedy yngri, einum þekktasta andstæðingi bóluefna í heiminum. Undir stjórn hans hefur alríkisstjórnin gefið til kynna opinberlega að tengsl kunni að vera á milli einhverfu og þess að mæður taki inn Tylenol á meðgöngu. Engar vísindalegar vísbendingar eru til um það.
Bandaríkin Erlend sakamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira