Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Árni Sæberg skrifar 9. desember 2025 13:48 Þorgerður Katrín og félagar í Viðreisn hafa lengi horft í átt að Evrópusambandinu og upptöku evru. Vísir/Ívar Fannar Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Evrópuhreyfingin , sem hafi beitt sér fyrir aðild að ESB, og Heimssýn, sem sé mótfallin Evrópusambandsaðild, hafi um nokkurt skeið verið regnhlífarsamtök fyrir umrædd sjónarmið. Opin lýðræðisleg umræða algjört lykilatriði Fyrirhugað sé að hreyfingarnar verji fjármagninu til verkefna á borð við fræðslu, greinarskrif og efnisgerð til birtingar á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og skipulagningu funda og ráðstefna um kosti og galla aðildar að ESB. „Í mínum huga er algjört lykilatriði að hér fari fram opin lýðræðisleg umræða um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum og sannreyndum upplýsingum. Upphrópanir og hræðsluáróður sem ýta undir skautun eiga ekkert erindi í íslensku samfélagi. Með styrkveitingunni viljum við einmitt veita báðum hreyfingum bolmagn til þess að efla þessa mikilvægu lýðræðislegu umræðu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Vísindavefurinn fær fimm milljónir Að auki hafi verið ákveðið að fimm milljónir króna renni til Vísindavefs Háskóla Íslands til uppfærslu á Evrópuvefnum, sem haldið hafi verið úti um árabil og gegnt hafi mikilvægu hlutverki hvað varðar upplýsingagjöf um ESB og Evrópumál í breiðara samhengi. Vefurinn starfi eftir eigin stefnu og lúti ritstjórnarlegu sjálfstæði. Tilgangur hans sé að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar um ESB; sögu þess, löggjöf sambandsins og réttarframkvæmd, skipulag og stjórnsýslu, stefnu og áætlanir. Með fjáraukalögum fyrir 2025 hafi verið veitt sérstök fjárheimild til utanríkisráðuneytisins að fjárhæð 25 milljónir króna í undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB, sem fyrirhugað sé að fari fram eigi síðar en árið 2027. Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Utanríkismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Evrópuhreyfingin , sem hafi beitt sér fyrir aðild að ESB, og Heimssýn, sem sé mótfallin Evrópusambandsaðild, hafi um nokkurt skeið verið regnhlífarsamtök fyrir umrædd sjónarmið. Opin lýðræðisleg umræða algjört lykilatriði Fyrirhugað sé að hreyfingarnar verji fjármagninu til verkefna á borð við fræðslu, greinarskrif og efnisgerð til birtingar á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum og skipulagningu funda og ráðstefna um kosti og galla aðildar að ESB. „Í mínum huga er algjört lykilatriði að hér fari fram opin lýðræðisleg umræða um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum og sannreyndum upplýsingum. Upphrópanir og hræðsluáróður sem ýta undir skautun eiga ekkert erindi í íslensku samfélagi. Með styrkveitingunni viljum við einmitt veita báðum hreyfingum bolmagn til þess að efla þessa mikilvægu lýðræðislegu umræðu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Vísindavefurinn fær fimm milljónir Að auki hafi verið ákveðið að fimm milljónir króna renni til Vísindavefs Háskóla Íslands til uppfærslu á Evrópuvefnum, sem haldið hafi verið úti um árabil og gegnt hafi mikilvægu hlutverki hvað varðar upplýsingagjöf um ESB og Evrópumál í breiðara samhengi. Vefurinn starfi eftir eigin stefnu og lúti ritstjórnarlegu sjálfstæði. Tilgangur hans sé að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar um ESB; sögu þess, löggjöf sambandsins og réttarframkvæmd, skipulag og stjórnsýslu, stefnu og áætlanir. Með fjáraukalögum fyrir 2025 hafi verið veitt sérstök fjárheimild til utanríkisráðuneytisins að fjárhæð 25 milljónir króna í undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB, sem fyrirhugað sé að fari fram eigi síðar en árið 2027.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Utanríkismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira