Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. desember 2025 12:00 Bátar Hvals við bryggju í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar ákvörðunar fyrrum matvælaráðherra að banna hvalveiðar sumarið 2023. Stefna starfsmannanna er í samvinnu við fyrirtækið sjálft. Sex starfsmenn Hvals sem urðu fyrir tekjutapi eru á bakvið stefnuna en hún verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Gerð er krafa vegna tapaðra launa í kjölfar hvalveiðibanns sem þáverandi matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti á sumarið 2023, daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Hvalur hf. kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem sagði ákvörðun Svandísar ekki í samræmi við lög. „Það lá alveg fyrir þegar matvælaráðherra þáverandi blés þessa vertíð af með fimm mínútna fyrirvara þegar menn voru að mæta til vinnu að verið var að hafa mikla tekjumöguleika af fólki,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Unnið í sátt við fyrirtækið „Þetta eru svona prófmál sem við erum að fara með og höfum unnið í sátt við fyrirtækið að fara þessa leið. Þó ég geri mér algjörlega grein fyrir því að ábyrgðin liggur algjörlega hjá stjórnvöldum á þeim tíma.“ Að fara þá leið að stefna Hval segir hann skynsamlegri þar sem ráðningarsamband starfsmanna var við fyrirtækið. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég hefði svo sannarlega viljað stefna bara ríkinu. En þetta varð niðurstaðan að fara þessa leið. Ef við vinnum málið þá mun það náttúrulega valda því að Hvalur mun gera enn frekari og stærri kröfu á hendur ríkinu.“ Gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn Vilhjálmur segir kröfuna gerða út frá útreikningum hvað hvalveiðivertíðin hefði gefið miðað við meðaltal vertíða á undan. „Sumir voru að vinna áfram hjá Hval en bara í dagvinnu. Þá tökum við vertíðina eins og hún hefur verið árin á undan út frá stöðnum vöktum að meðaltali og drögum síðan þau laun frá sem starfsmennirnir höfðu.“ Tjón hvers starfsmanns nemur milljónum að sögn Vilhjálms og getur haft áhrif á mun fleiri en þá sex sem sækja málið. „Prófmálið líka gengur út á það að Hvalur í raun og veru ábyrgist að ef að þessi mál vinnast þá munu þau hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Þetta voru upp undir 200 starfsmenn sem hefðu verið á vertíðinni. Það verður þá fordæmisgefandi fyrir þá sem sannarlega voru búnir að ráða sig þegar vertíðin átti að hefjast.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalveiðar Vinnumarkaður Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Sex starfsmenn Hvals sem urðu fyrir tekjutapi eru á bakvið stefnuna en hún verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Gerð er krafa vegna tapaðra launa í kjölfar hvalveiðibanns sem þáverandi matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti á sumarið 2023, daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Hvalur hf. kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem sagði ákvörðun Svandísar ekki í samræmi við lög. „Það lá alveg fyrir þegar matvælaráðherra þáverandi blés þessa vertíð af með fimm mínútna fyrirvara þegar menn voru að mæta til vinnu að verið var að hafa mikla tekjumöguleika af fólki,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Unnið í sátt við fyrirtækið „Þetta eru svona prófmál sem við erum að fara með og höfum unnið í sátt við fyrirtækið að fara þessa leið. Þó ég geri mér algjörlega grein fyrir því að ábyrgðin liggur algjörlega hjá stjórnvöldum á þeim tíma.“ Að fara þá leið að stefna Hval segir hann skynsamlegri þar sem ráðningarsamband starfsmanna var við fyrirtækið. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég hefði svo sannarlega viljað stefna bara ríkinu. En þetta varð niðurstaðan að fara þessa leið. Ef við vinnum málið þá mun það náttúrulega valda því að Hvalur mun gera enn frekari og stærri kröfu á hendur ríkinu.“ Gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn Vilhjálmur segir kröfuna gerða út frá útreikningum hvað hvalveiðivertíðin hefði gefið miðað við meðaltal vertíða á undan. „Sumir voru að vinna áfram hjá Hval en bara í dagvinnu. Þá tökum við vertíðina eins og hún hefur verið árin á undan út frá stöðnum vöktum að meðaltali og drögum síðan þau laun frá sem starfsmennirnir höfðu.“ Tjón hvers starfsmanns nemur milljónum að sögn Vilhjálms og getur haft áhrif á mun fleiri en þá sex sem sækja málið. „Prófmálið líka gengur út á það að Hvalur í raun og veru ábyrgist að ef að þessi mál vinnast þá munu þau hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Þetta voru upp undir 200 starfsmenn sem hefðu verið á vertíðinni. Það verður þá fordæmisgefandi fyrir þá sem sannarlega voru búnir að ráða sig þegar vertíðin átti að hefjast.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalveiðar Vinnumarkaður Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira