Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2025 13:40 Gamli Kársnesskóli árið 2018 þegar niðurrif á honum var í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu. Ítalski verktakarisinn Rizzani de Eccher stofnaði samnefnt félag á Íslandi árið 2017. Félagið vakti nokkra neikvæða athygli fyrstu árin og datt svo í lukkupottinn árið 2021 þegar það varð hlutskarpast í útboði Kópavogsbæjar um byggingu nýs Kársnesskóla sem í dag heitir Barnaskóli Kársness. Kársnesskóli hafði þá verið rifinn eftir mikið mygluvandamál og farið í útboð vegna endurreisnarinnar. Sex íslensk verktakafyrirtæki buðu í verkið en svo fór að Rizzani de Eccher átti besta tilboðið upp á 3,2 milljarða króna. Ístak bauð rúmum sextíu milljónum krónum hærra í verkið sem telja má líklegt að hefði verið farsælli niðurstaða fyrir Kópavogsbæ. Verktaka sem buðu í verkið og tilboð þeirra 3.200.153.376 kr. - Rizzani de Eccher S.p.A. 3.238.854.220 kr. - Ístak hf. 3.519.014.085 kr. - ÞG verktakar 3.583.163.276 kr. - Íslenskir aðalverktakar hf. 3.632.187.536 kr. - Framkvæmdafélagið Arnarhvoll 3.795.362.779 kr. – Flotgólf ehf. 5.598.330.621 kr. – Eykt Kostnaðaráætlun Kópavogsbæjar hljóðaði upp á rúma 3,6 milljarða og var útboðið það stærsta sem bærinn hafði ráðist í. Til stóð að ljúka verkinu í maí 2023 en verkefnið hljóðaði upp á sameiginlegan leik- og grunnskóla upp í fjórða bekk, framkvæmd upp á rúmlega 5700 fermetra. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað í maí 2023 að rifta verksamningi við verktakafyrirtækið vegna ýmissa galla sem komið hefðu upp og þeirrar staðreyndar að ekki hefði verið sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Í ljós hafði komið að rakaskemmdir og mygluvandræði voru þegar að gera vart við sig á byggingartíma. Málið kom til kasta Gerðardóms sem komst að þeirri niðurstöðu að Kópavogsbær væri í fullum rétti að rifta samningnum. Kópavogsbær gerði í framhaldinu kröfu um að verktakinn yrði tekinn til gjaldþrotaskipta og samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur í september að taka búið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið í lok nóvember. Grímur Már Þórólfsson, skiptastjóri Rizzani de Eccher, segir engan rekstur hafa verið í fyrirtækinu eftir að Kópavogsbær rifti samningnum. Stærsti kröfuhafinn sé Kópavogsbær með skaðabótakröfu upp á á annan milljarð króna og svo undirverktakar sem fengu ekki greitt frá ítalska fyrirtækinu. Ekki hafi tekist að ná í fyrirsvarsmenn fyrirtækisins og aðeins náðst samtal við lögmann ítalska móðurfélagsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir að bærinn hafi gert samkomulag við móðurfélagið þannig að hægt sé að sækja skaðabótamál á hendur því. „Við erum með lögfræðina þar ytra og auðvitað hér heima sem eru að vinna í þessu. Ég vænti þess að fá niðurstöðu á nýju ári,“ segir Ásdís. Bærinn ætli að sækja fullar bætur enda ljóst að hefði ekki verið farið í riftun á sínum tíma hefði kostnaðurinn orðið enn meiri en orðið var. „Ástand hússins var slíkt að það var aldrei að fara að uppfylla þær gæðakröfur sem við gerum til grunnskóla og skólabygginga.“ Bæjarstjóri heimsótti Barnaskóla Kársness þegar hann tók til starfa í ágúst.Kópavogur.is Annars er það að frétta af Barnaskóla Kársness að hann tók til starfa í ágúst og er samrekinn leik- og grunnskóli fyrir 1. til 4. bekk. Í honum eru tæplega 300 börn á grunnskólaaldri og 40 börn á leikskólaaldri. Gjaldþrot Kópavogur Byggingariðnaður Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Ítalski verktakarisinn Rizzani de Eccher stofnaði samnefnt félag á Íslandi árið 2017. Félagið vakti nokkra neikvæða athygli fyrstu árin og datt svo í lukkupottinn árið 2021 þegar það varð hlutskarpast í útboði Kópavogsbæjar um byggingu nýs Kársnesskóla sem í dag heitir Barnaskóli Kársness. Kársnesskóli hafði þá verið rifinn eftir mikið mygluvandamál og farið í útboð vegna endurreisnarinnar. Sex íslensk verktakafyrirtæki buðu í verkið en svo fór að Rizzani de Eccher átti besta tilboðið upp á 3,2 milljarða króna. Ístak bauð rúmum sextíu milljónum krónum hærra í verkið sem telja má líklegt að hefði verið farsælli niðurstaða fyrir Kópavogsbæ. Verktaka sem buðu í verkið og tilboð þeirra 3.200.153.376 kr. - Rizzani de Eccher S.p.A. 3.238.854.220 kr. - Ístak hf. 3.519.014.085 kr. - ÞG verktakar 3.583.163.276 kr. - Íslenskir aðalverktakar hf. 3.632.187.536 kr. - Framkvæmdafélagið Arnarhvoll 3.795.362.779 kr. – Flotgólf ehf. 5.598.330.621 kr. – Eykt Kostnaðaráætlun Kópavogsbæjar hljóðaði upp á rúma 3,6 milljarða og var útboðið það stærsta sem bærinn hafði ráðist í. Til stóð að ljúka verkinu í maí 2023 en verkefnið hljóðaði upp á sameiginlegan leik- og grunnskóla upp í fjórða bekk, framkvæmd upp á rúmlega 5700 fermetra. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað í maí 2023 að rifta verksamningi við verktakafyrirtækið vegna ýmissa galla sem komið hefðu upp og þeirrar staðreyndar að ekki hefði verið sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Í ljós hafði komið að rakaskemmdir og mygluvandræði voru þegar að gera vart við sig á byggingartíma. Málið kom til kasta Gerðardóms sem komst að þeirri niðurstöðu að Kópavogsbær væri í fullum rétti að rifta samningnum. Kópavogsbær gerði í framhaldinu kröfu um að verktakinn yrði tekinn til gjaldþrotaskipta og samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur í september að taka búið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið í lok nóvember. Grímur Már Þórólfsson, skiptastjóri Rizzani de Eccher, segir engan rekstur hafa verið í fyrirtækinu eftir að Kópavogsbær rifti samningnum. Stærsti kröfuhafinn sé Kópavogsbær með skaðabótakröfu upp á á annan milljarð króna og svo undirverktakar sem fengu ekki greitt frá ítalska fyrirtækinu. Ekki hafi tekist að ná í fyrirsvarsmenn fyrirtækisins og aðeins náðst samtal við lögmann ítalska móðurfélagsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir að bærinn hafi gert samkomulag við móðurfélagið þannig að hægt sé að sækja skaðabótamál á hendur því. „Við erum með lögfræðina þar ytra og auðvitað hér heima sem eru að vinna í þessu. Ég vænti þess að fá niðurstöðu á nýju ári,“ segir Ásdís. Bærinn ætli að sækja fullar bætur enda ljóst að hefði ekki verið farið í riftun á sínum tíma hefði kostnaðurinn orðið enn meiri en orðið var. „Ástand hússins var slíkt að það var aldrei að fara að uppfylla þær gæðakröfur sem við gerum til grunnskóla og skólabygginga.“ Bæjarstjóri heimsótti Barnaskóla Kársness þegar hann tók til starfa í ágúst.Kópavogur.is Annars er það að frétta af Barnaskóla Kársness að hann tók til starfa í ágúst og er samrekinn leik- og grunnskóli fyrir 1. til 4. bekk. Í honum eru tæplega 300 börn á grunnskólaaldri og 40 börn á leikskólaaldri.
Verktaka sem buðu í verkið og tilboð þeirra 3.200.153.376 kr. - Rizzani de Eccher S.p.A. 3.238.854.220 kr. - Ístak hf. 3.519.014.085 kr. - ÞG verktakar 3.583.163.276 kr. - Íslenskir aðalverktakar hf. 3.632.187.536 kr. - Framkvæmdafélagið Arnarhvoll 3.795.362.779 kr. – Flotgólf ehf. 5.598.330.621 kr. – Eykt
Gjaldþrot Kópavogur Byggingariðnaður Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira