Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 08:00 Atli Sigurjónsson. Vísir/Sigurjón Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson heldur á nýju ári á Akureyri til að spila með uppeldisfélagi sínu Þór eftir tólf farsæl ár með KR. Hann kveður Vesturbæinn ekki síður með söknuði en félagið. „Þetta er auðvitað ákveðinn draumur að fá að enda þetta í Þór. En á sama tíma vorum við búin að koma okkur það vel fyrir hér að það var ekkert endilega í kortunum að fara aftur norður,“ segir Atli sem kveður KR sem fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins eftir tólf keppnistímabil með liðinu. Hann og fjölskyldan hafa búið í Vesturbæ og hann kveður ekki hverfið síður en félagið. KR-ingar kveðja hann einnig með söknuði eftir dygga þjónustu. „Ég næ að kveðja alla sem ég hitti á förnum vegi. Þetta er ákveðinn kveðjutúr í búðinni, sundlauginni og hérna úti í KR. Ég hef fengið mikið af þökkum frá KR-ingum sem ég er kann virkilega að meta,“ segir Atli. „Ég er orðinn mjög háður Vesturbænum og vil helst ekkert fara út fyrir hann svona dagsdaglega. Með sundlaugina og Melabúðina. Það verða smá viðbrigði,“ segir Atli sem er orðinn vanur daglegri rútínu Vesturbæjarlaugar, Melabúðar og KR-heimilis. Það þarf því að finna nýja rútínu norðan heiða. „Það er eitthvað bakarí þarna í Sunnuhlíð sem ég þarf að fara að kíkja í. Svo þarf að skoða Glerárlaugina, það er spurning hvort Akureyrarbær geti aðeins pumpað hana upp. Það eru komnar nýjar saunur hérna, við gætum tekið þær með líka norður,“ segir Atli léttur. Rétti tímapunkturinn Atli og kona hans Gígja Valgerður Harðardóttir, sem hefur leikið með Víkingi undanfarin ár, eru bæði að norðan og eru spennt fyrir nýjum kafla með dætrum sínum. „Stelpurnar mínar eru farnar að biðja um að flytja nær ömmum og öfum. Maður reynir að finna jafnvægi milli þess að við foreldrarnir ráðum en á sama tíma mun ég alltaf gera allt fyrir þær. Þannig að í rauninni ráða þær öllu,“ segir Atli. „Hvar fjölskyldan mun búa og hvar stelpurnar mínar fara í skóla – það veltur ekki á því hvar ég vil spila fótbolta. Þetta er ákvörðun sem við tókum. Okkur fannst rétti tímapunkturinn núna að fara nær fólkinu okkar. Við erum mjög spennt fyrir því.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Klippa: Atli ræðir kveðjustund í Vesturbæ, komandi tíma á Akureyri, fjölskylduna, KR og Þór Besta deild karla KR Þór Akureyri Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
„Þetta er auðvitað ákveðinn draumur að fá að enda þetta í Þór. En á sama tíma vorum við búin að koma okkur það vel fyrir hér að það var ekkert endilega í kortunum að fara aftur norður,“ segir Atli sem kveður KR sem fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins eftir tólf keppnistímabil með liðinu. Hann og fjölskyldan hafa búið í Vesturbæ og hann kveður ekki hverfið síður en félagið. KR-ingar kveðja hann einnig með söknuði eftir dygga þjónustu. „Ég næ að kveðja alla sem ég hitti á förnum vegi. Þetta er ákveðinn kveðjutúr í búðinni, sundlauginni og hérna úti í KR. Ég hef fengið mikið af þökkum frá KR-ingum sem ég er kann virkilega að meta,“ segir Atli. „Ég er orðinn mjög háður Vesturbænum og vil helst ekkert fara út fyrir hann svona dagsdaglega. Með sundlaugina og Melabúðina. Það verða smá viðbrigði,“ segir Atli sem er orðinn vanur daglegri rútínu Vesturbæjarlaugar, Melabúðar og KR-heimilis. Það þarf því að finna nýja rútínu norðan heiða. „Það er eitthvað bakarí þarna í Sunnuhlíð sem ég þarf að fara að kíkja í. Svo þarf að skoða Glerárlaugina, það er spurning hvort Akureyrarbær geti aðeins pumpað hana upp. Það eru komnar nýjar saunur hérna, við gætum tekið þær með líka norður,“ segir Atli léttur. Rétti tímapunkturinn Atli og kona hans Gígja Valgerður Harðardóttir, sem hefur leikið með Víkingi undanfarin ár, eru bæði að norðan og eru spennt fyrir nýjum kafla með dætrum sínum. „Stelpurnar mínar eru farnar að biðja um að flytja nær ömmum og öfum. Maður reynir að finna jafnvægi milli þess að við foreldrarnir ráðum en á sama tíma mun ég alltaf gera allt fyrir þær. Þannig að í rauninni ráða þær öllu,“ segir Atli. „Hvar fjölskyldan mun búa og hvar stelpurnar mínar fara í skóla – það veltur ekki á því hvar ég vil spila fótbolta. Þetta er ákvörðun sem við tókum. Okkur fannst rétti tímapunkturinn núna að fara nær fólkinu okkar. Við erum mjög spennt fyrir því.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Klippa: Atli ræðir kveðjustund í Vesturbæ, komandi tíma á Akureyri, fjölskylduna, KR og Þór
Besta deild karla KR Þór Akureyri Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira