Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 16:33 Þorbjörg Sigríður var á óformlegum ráðherrafundi. Stjórnarráðið Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent