Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar 11. desember 2025 11:30 Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun