Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2025 13:32 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti stjórn Ríkisútvarpsins að framkvæmdastjórn hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki með í Eurovision. Vísir/Vilhelm Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira