Innlent

Fær bara hálft fæðingar­or­lof og veik leikskóla­börn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er hann ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli.

Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir það heiður að fá að leiðrétta ósanngirnina.

Við kíkjum á Alþingi en ríkisstjórnarflokkunum hefur gengið erfiðlega að ná málum í gegnum þingið síðustu daga. Önnur umræða um kílómetragjaldið hefur haldið áfram í dag og búist er við að umræður geti staðið langt fram á kvöld.

Fangi á Litla-Hrauni segir útgáfu matreiðslubókar vera verkefnið sem hafi gefið honum mikið. Hann segir hæfni fanga vannýtta og þegar öllu sé á botninn hvolft snúist verkefni sem þetta um hvernig einstaklinga við viljum fá aftur út í samfélagið.

Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Eftir sigursæla tíma eru það ekki titlarnir sem standa upp úr hjá henni, heldur fólkið sem hún deildi vegferðinni með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×