Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2025 21:24 Haukur Þrastarson var afar öflugur í kvöld fyrir Löwen. Instagram/@rnloewen Haukur Þrastarson var í aðalhlutverki þegar Rhein-Neckar Löwen vann Gummersbach í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 34-32. Haukur var næstmarkahæstur hjá Löwen með átta mörk og gaf einnig flestar stoðsendingar eða fimm talsins. Löwen var 19-18 yfir í hálfleik en staðan var jöfn, 28-28, þegar tólf mínútur voru eftir. Þá komu hins vegar þrjú mörk í röð frá heimamönnum sem héldu 2-4 marka forskoti út leikinn. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú marka Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal markaskorara í liði Guðjóns Vals Sigurðssonar að þessu sinni. Gummersbach er þó áfram ofar í deildinni, í 6. sæti með 21 stig, þremur stigum fyrir ofan Löwen sem er í 7. sæti nú þegar 16 umferðum er lokið. Enn eru þó þrjár umferðir eftir fram að EM-hléinu í janúar. Lærisveinar Arnórs með sætan sigur Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, vann afar sætan sigur gegn Eisenach, 27-26. Bergsicher var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en staðan var jöfn, 24-24, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Heimamenn skoruðu þá næstu þrjú mörk og þó að gestirnir næðu að minnka muninn í eitt mark, sextán sekúndum fyrir leikslok, dugði það til sigurs. Bergischer komst þar með upp fyrir Minden, í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar, og er með tíu stig, stigi á eftir Eisenach. Arnór Viðars markahæstur í sigri í Svíþjóð Í Svíþjóð vann Íslendingaliðið Karlskrona sex marka sigur gegn Skövde, 30-24. Arnór Viðarsson var markahæstur Karlskrona í leiknum með sjö mörk úr ellefu skotum en liðið var enn á ný án Ólafs Guðmundssonar sem glímt hefur við meiðsli. Karlskrona er nú með 15 stig í 7. sæti en Skövde er sæti ofar með 16 stig. Karlskrona á þó leik til góða. Donni fagnaði í Danmörku Í dönsku úrvalsdeildinni skoraði Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sex mörk úr níu skotum og var næstmarkahæstur hjá SAH í 37-30 sigri gegn Fredericia. SAH er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, stigi á eftir Mors-Thy en 12 stigum á eftir toppliði Álaborgar, eftir 16 umferðir. Fredericia, gamla liðið hans Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja neðsta sæti með aðeins 11 stig. Þýski handboltinn Sænski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Sjá meira
Haukur var næstmarkahæstur hjá Löwen með átta mörk og gaf einnig flestar stoðsendingar eða fimm talsins. Löwen var 19-18 yfir í hálfleik en staðan var jöfn, 28-28, þegar tólf mínútur voru eftir. Þá komu hins vegar þrjú mörk í röð frá heimamönnum sem héldu 2-4 marka forskoti út leikinn. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú marka Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal markaskorara í liði Guðjóns Vals Sigurðssonar að þessu sinni. Gummersbach er þó áfram ofar í deildinni, í 6. sæti með 21 stig, þremur stigum fyrir ofan Löwen sem er í 7. sæti nú þegar 16 umferðum er lokið. Enn eru þó þrjár umferðir eftir fram að EM-hléinu í janúar. Lærisveinar Arnórs með sætan sigur Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, vann afar sætan sigur gegn Eisenach, 27-26. Bergsicher var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en staðan var jöfn, 24-24, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Heimamenn skoruðu þá næstu þrjú mörk og þó að gestirnir næðu að minnka muninn í eitt mark, sextán sekúndum fyrir leikslok, dugði það til sigurs. Bergischer komst þar með upp fyrir Minden, í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar, og er með tíu stig, stigi á eftir Eisenach. Arnór Viðars markahæstur í sigri í Svíþjóð Í Svíþjóð vann Íslendingaliðið Karlskrona sex marka sigur gegn Skövde, 30-24. Arnór Viðarsson var markahæstur Karlskrona í leiknum með sjö mörk úr ellefu skotum en liðið var enn á ný án Ólafs Guðmundssonar sem glímt hefur við meiðsli. Karlskrona er nú með 15 stig í 7. sæti en Skövde er sæti ofar með 16 stig. Karlskrona á þó leik til góða. Donni fagnaði í Danmörku Í dönsku úrvalsdeildinni skoraði Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sex mörk úr níu skotum og var næstmarkahæstur hjá SAH í 37-30 sigri gegn Fredericia. SAH er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, stigi á eftir Mors-Thy en 12 stigum á eftir toppliði Álaborgar, eftir 16 umferðir. Fredericia, gamla liðið hans Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja neðsta sæti með aðeins 11 stig.
Þýski handboltinn Sænski handboltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Sjá meira