„Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 21:33 Einar Baldvin Baldvinsson einbeittur á svip. Vísir/Jón Gautur Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður hjá Aftureldingu, átti stórleik þegar Afturelding sigraði KA með sex marka mun norður á Akureyri í fjórtándu umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 22-28. Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu. Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Sjá meira
Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu.
Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Sjá meira