Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 09:02 Gianni Infantino, forseti FIFA, með heimsbikarinn. Getty/Hector Vivas Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur. Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira
Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda (FSE) lýstu nálgun FIFA sem gríðarlegum svikum við stuðningsmenn. Samtökin sögðu að miðað við þær upplýsingar sem þau hefðu yfir að ráða stæðu stuðningsmenn frammi fyrir því að borga 6.900 evrur, meira en eina milljón króna, til að sækja alla leiki frá fyrsta leik til úrslitaleiks í gegnum PMA-úthlutunina. Fimm sinnum meira en þeir hefðu borgað fyrir það sama á síðasta móti í Katar. Króatíska knattspyrnusambandið birti upplýsingar um verð í úthlutun sinni til aðildarfélaga (PMA), sem er ætluð stuðningsmönnum sem sækja flesta leiki, með miðum á föstu frekar en breytilegu verði. Gríðarleg svik við hefðir HM „Samtök evrópskra knattspyrnuaðdáenda eru furðu lostin yfir því okurverði sem FIFA leggur á dyggustu stuðningsmennina fyrir HM á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu. „Þetta eru gríðarleg svik við hefðir HM og virða að vettugi framlag stuðningsmanna til þeirrar sýningar sem mótið er.“ View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) „Við skorum á FIFA að stöðva PMA-miðasölu tafarlaust, hefja samráð við alla hlutaðeigandi aðila og endurskoða miðaverð og flokkadreifingu þar til lausn finnst sem virðir hefð, alþjóðlegan anda og menningarlegt mikilvægi HM.“ PMA-úthlutanir munu jafngilda átta prósentum af áhorfendaplássi hvers leikvangs fyrir hvern leik. Hneykslanleg verð Aðdáendahópur Englands, Free Lions, birti færslu á X þar sem hann sagðist styðja yfirlýsingu FSE og bætti við að þetta væru „hneykslanleg verð, langt umfram þann háa kostnað sem við höfðum þegar grunað.“ „Þetta má ekki gerast. Leikjagestir um allan heim eiga skilið vernd gegn þessu okurverði,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Stuðningsmenn Englands geta búist við að borga að minnsta kosti 198 pund, 34 þúsund krónur, fyrir miða á opnunarleikinn gegn Króatíu 17. júní, en króatíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt stuðningsmönnum sínum að það yrði kostnaðurinn við ódýrustu miðana sem í boði eru í PMA-úthlutuninni fyrir þann leik. Allir stuðningsmenn – ekki bara þeir sem geta keypt miða í gegnum PMA-úthlutunina – munu geta farið á netið frá og með nú og fram til 13. janúar og reynt að panta eins marga miða og þeir vilja – einnig á föstu verði. Þessir stuðningsmenn munu komast að því eftir lokun sölugluggans hversu marga miða þeir hafa fengið, ef einhverja, og verður þá skuldfært af kreditkortum þeirra í samræmi við það. Miðar sem seldir voru í fyrri sölugluggum hafa verið háðir breytilegri verðlagningu – sem þýðir að þeir hækka eða lækka eftir eftirspurn. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira