Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2025 12:05 Margir liggja heima í kósýfötum þessa dagana og glíma við inflúensuna. Getty Inflúensufaraldurinn er enn á uppleið og segir sóttvarnalæknir erfitt að segja til um hvenær hann nái hámarki. Þá megi búast við að seinni bylgja inflúensunnar taki við eftir áramótin og að hún gangi jafnvel ekki niður fyrr en í mars. Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“ Heilbrigðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“
Heilbrigðismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira