Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 12. desember 2025 13:00 Í nýlegum þætti um ME, Long-Covid og POTS talar Alma Möller, heilbrigðisráðherra, um mikilvægi auðmýktar gagnvart nýjum og flóknum sjúkdómum. Hún segir að heilbrigðisstarfsfólk viti ekki allt, að við vitum ekki það sem við vitum ekki, að nauðsynlegt sé að vera á tánum, afla þekkingar, sýna nærgætni, hlýju, trúa sjúklingum og hlusta á þau. Hún bætir við að það sé óásættanlegt að fólk sé svo langt leitt af slæmum einkennum að það fái hvorki áheyrn né þá þjónustu sem það þarf. Þessi orð hljóma fallega. Vandinn er bara sá að þau standast ekki raunveruleikann. Fyrir okkur sem lifum með POTS, ME og Long-Covid eru þessi orð ekki spegilmynd af veruleikanum heldur þvert á móti áminning um gjána milli orðræðu og aðgerða. Það var nefnilega þessi sami ráðherra sem, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, tók þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu á vökvagjöfum. Með þeirri ákvörðun var ein af fáum meðferðum sem raunverulega héldu okkur gangandi tekin af okkur. Vökvagjafir voru ekki lúxus. Þær voru ekki „aukalegt úrræði“. Fyrir marga voru þær það sem gerði gæfumuninn á því að geta tekið þátt í samfélaginu sem einstaklingur í stað þess að vera fastur í hlutverki sjúklings. Með því að taka þessa þjónustu í burtu var okkur ekki bara neitað um meðferð heldur svipt sjálfstæði, virkni og lífsgæðum. Þegar þessi gagnrýni kemur upp víkur ráðherrann ábyrgðinni frá sér. Hún talar um að „vonandi geri SÍ eitthvað“ eða „vonandi taki landlæknir af skarið“. En af hverju þau? Af hverju ekki þú, heilbrigðisráðherra landsins? Það var ekki SÍ sem tók pólitíska ákvörðunina. Það var ekki landlæknir. Það var ráðherra. Að tala um auðmýkt, hlýju og trú á sjúklinga á sama tíma og raunveruleg úrræði eru tekin af fólki er ekki auðmýkt. Það er andstæða hennar. Það er orðræða sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að líta vel út út á við, á meðan aðgerðirnar segja allt aðra sögu. Við sem sjúklingar sjáum þetta skýrt. Við heyrum orðin, en við lifum við afleiðingarnar. Við vitum, af reynslu, að þessi orð eru ekki studd af verkum. Og þegar ráðherra talar um að „hlusta á skjólstæðinga“ á sama tíma og hún hundsar þá staðreynd að verið er að gera fólk veikara með kerfisbundnum ákvörðunum, þá hljómar það ekki sem samstaða heldur sem blekking. Við þurfum ekki fleiri falleg orð. Við þurfum ekki fleiri viðtöl þar sem sýnd er samúð sem hverfur þegar myndavélin slokknar. Við þurfum ábyrgð, raunverulegar aðgerðir og pólitískt hugrekki til að leiðrétta skaðlegar ákvarðanir. Það er auðvelt að tala um auðmýkt. Það er mun erfiðara að sýna hana í verki. En einmitt þar stendur heilbrigðisráðherra landsins undir nafni, en gerir það ekki. Höfundur er kennaranemi við HA og einstaklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum þætti um ME, Long-Covid og POTS talar Alma Möller, heilbrigðisráðherra, um mikilvægi auðmýktar gagnvart nýjum og flóknum sjúkdómum. Hún segir að heilbrigðisstarfsfólk viti ekki allt, að við vitum ekki það sem við vitum ekki, að nauðsynlegt sé að vera á tánum, afla þekkingar, sýna nærgætni, hlýju, trúa sjúklingum og hlusta á þau. Hún bætir við að það sé óásættanlegt að fólk sé svo langt leitt af slæmum einkennum að það fái hvorki áheyrn né þá þjónustu sem það þarf. Þessi orð hljóma fallega. Vandinn er bara sá að þau standast ekki raunveruleikann. Fyrir okkur sem lifum með POTS, ME og Long-Covid eru þessi orð ekki spegilmynd af veruleikanum heldur þvert á móti áminning um gjána milli orðræðu og aðgerða. Það var nefnilega þessi sami ráðherra sem, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, tók þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu á vökvagjöfum. Með þeirri ákvörðun var ein af fáum meðferðum sem raunverulega héldu okkur gangandi tekin af okkur. Vökvagjafir voru ekki lúxus. Þær voru ekki „aukalegt úrræði“. Fyrir marga voru þær það sem gerði gæfumuninn á því að geta tekið þátt í samfélaginu sem einstaklingur í stað þess að vera fastur í hlutverki sjúklings. Með því að taka þessa þjónustu í burtu var okkur ekki bara neitað um meðferð heldur svipt sjálfstæði, virkni og lífsgæðum. Þegar þessi gagnrýni kemur upp víkur ráðherrann ábyrgðinni frá sér. Hún talar um að „vonandi geri SÍ eitthvað“ eða „vonandi taki landlæknir af skarið“. En af hverju þau? Af hverju ekki þú, heilbrigðisráðherra landsins? Það var ekki SÍ sem tók pólitíska ákvörðunina. Það var ekki landlæknir. Það var ráðherra. Að tala um auðmýkt, hlýju og trú á sjúklinga á sama tíma og raunveruleg úrræði eru tekin af fólki er ekki auðmýkt. Það er andstæða hennar. Það er orðræða sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að líta vel út út á við, á meðan aðgerðirnar segja allt aðra sögu. Við sem sjúklingar sjáum þetta skýrt. Við heyrum orðin, en við lifum við afleiðingarnar. Við vitum, af reynslu, að þessi orð eru ekki studd af verkum. Og þegar ráðherra talar um að „hlusta á skjólstæðinga“ á sama tíma og hún hundsar þá staðreynd að verið er að gera fólk veikara með kerfisbundnum ákvörðunum, þá hljómar það ekki sem samstaða heldur sem blekking. Við þurfum ekki fleiri falleg orð. Við þurfum ekki fleiri viðtöl þar sem sýnd er samúð sem hverfur þegar myndavélin slokknar. Við þurfum ábyrgð, raunverulegar aðgerðir og pólitískt hugrekki til að leiðrétta skaðlegar ákvarðanir. Það er auðvelt að tala um auðmýkt. Það er mun erfiðara að sýna hana í verki. En einmitt þar stendur heilbrigðisráðherra landsins undir nafni, en gerir það ekki. Höfundur er kennaranemi við HA og einstaklingur með POTS.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun