Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. desember 2025 13:33 Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun