Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Aron Guðmundsson skrifar 13. desember 2025 09:32 Guðmundur Guðmundsson hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli og verið farsæll í starfi Guðmundur Guðmundsson segir árangur sinn sem þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia tala sínu máli. Hann lítur stoltur yfir farinn veg sem reyndi á og var krefjandi á köflum. Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“ Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira
Leiðir Guðmundar og Fredericia skyldu á þriðja ári samstarfsins nú fyrr á árinu eftir brösótt gengi í upphafi tímabils en þess ber þó að geta að liðinu hefur ekki tekist að snúa genginu við undir stjórn nýs þjálfara og situr í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar. Undir stjórn Guðmundar náði Fredericia sögulegum árangri, vann fyrstu medalíu sína í 43 ár, komst í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar gegn stórliði Álaborgar og spilaði í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu. „Þetta var rosalega skemmtilegt en auðvitað krefjandi. Ég geri mjög miklar kröfur til sjálfs míns sem þjálfara, alltaf. Að sama skapi geri ég miklar kröfur til allra í kringum mig,“ segir Guðmundur í samtali við íþróttadeild. „Lykillinn að velgengninni, að mínu mati, þarna var góð umgjörð í kringum liðið sem er og hefur verið. Síðan náum við að spila ótrúlega góða vörn sem andstæðingar okkar áttu mjög erfitt með að leysa. Við spiluðum framliggjandi vörn sem ég spilaði áður með íslenska landsliðinu. Ég byrjaði að þróa þessa vörn árið 2008 og hef síðan þá verið að þróa hana meira og meira. Hann er lykillinn að þessu finnst mér, þessi stórkostlegi varnarleikur.“ Guðmundur á hliðarlínunni sem þjálfari Fredericia á fyrsta tímabili liðsins í Meistaradeild Evrópu, stærsta sviði félagsliðaboltansVísir/Getty Lykillinn sé stöðugleiki Í gegnum sinn feril hefur Guðmundur verið trúr sínum gildum og sannfærst enn frekar um þau eftir því sem líður á. „Fyrir mig hefur það alltaf skipt miklu máli að gera þá leikmenn betri sem hjá mér eru. Ég hef til að mynda fyllst gleði þegar að leikmenn mínir verða landsliðsmenn. Það hefur fylgt mér alveg síðan að ég fór frá Íslandi á sínum tíma, mér hefur alltaf fundist það heilög skylda mín sem þjálfari að gera þá leikmenn sem hjá mér eru betri. Ég er mjög glaður yfir því að Einar Ólafsson skyldi verða landsliðsmaður þegar að hann starfaði undir minni stjórn. Hann er það enn og er bara gríðarlega efnilegur drengur sem tók stórstígum framförum undir minni stjórn sem varnarmaður.“ Til að ná árangri í hverju sem er krefst það þess að menn leggi sig fram eitt hundrað prósent. „Á hverjum einasta degi á hverri einustu æfingu, alltaf. Þú þarft alltaf að vera á fullu, það má aldrei slaka á. Liðin sem ná að halda stöðugleika, sem er mjög erfitt, eru líklegri til að ná meiri árangri. Þetta tókst okkur í þessi þrjú ár, meira og minna. Það eru þessir þættir sem mér finnst mjög athyglisverðir. Að eiga þátt í því að breyta hugarfari, víkka sjóndeildarhringinn, láta menn trúa á að allt sé mögulegt. Mér fannst það takast. Árangurinn segir það.“
Danski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira