Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Callum Hudson-Odoi skoraði tvö mörk og lagði þriðja markið upp fyrir Ibrahim Sangaré, sem lagði fyrstu tvö mörkin upp.
Callum Hudson-Odoi skoraði tvö mörk og lagði þriðja markið upp fyrir Ibrahim Sangaré, sem lagði fyrstu tvö mörkin upp. Andrew Kearns - CameraSport via Getty Images

Nottingham Forest gerði sér lítið fyrir og lagði Tottenham að velli með 3-0 sigri í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Callum Hudson-Odoi og Ibrahima Sangaré voru allt í öllu.

Forest var frá upphafi hættulegri aðilinn og Tottenham mátti sín lítils.

Pressa heimamanna bar árangur eftir tæpan hálftíma þegar Archie Gray tapaði boltanum á mjög slæmum stað til Ibrahima Sangaré, sem lagði hann til hliðar á Callum Hudson-Odoi og þaðan var afgreiðslan auðveld.

Yfirburðir Forest héldu áfram í seinni hálfleik og Hudson-Odoi bætti öðru marki við á fimmtugustu mínútunni, með glæsiskoti og aftur eftir stoðsendingu Ibrahima Sangaré.

Hlutverkaskipti urðu svo á 79. mínútu, þegar Hudson-Odoi lagði þriðja markið upp fyrir Sangaré sem skaut bylmingsskoti.

Forest komst með sigrinum upp fyrir Leeds og situr nú í 16. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Tottenham sem er í 11. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira