Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar 13. desember 2025 09:00 Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Kílómetragjald Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra, studdur stjórnarliðum í sínu eigin klappliði, keppist nú við að mála kílómetragjald sem einfalt, sanngjarnt og skynsamlegt skref. Það er gert með skömmum fyrirvara og án raunverulegs skilnings á ferðaþjónustunni áhrifum hennar, eðli eftirspurnar og því hvað í raun ræður afkomu fyrirtækja í greininni. Slíkur misskilningur er ekki smávægilegur, hann er beinlínis varasamur þegar verið er að móta skattastefnu sem hefur víðtæk áhrif á eina af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Mikilvægt er að halda því skýrt til haga að með fyrirhuguðu kílómetragjaldi er innheimtan ekki einfölduð, heldur einfaldlega færð frá olíufélögunum yfir á bílaleigufyrirtækin inn í mun flóknara, dýrara og óhagkvæmara kerfi. Þetta er ekki tæknilegt smáatriði heldur grundvallarbreyting sem skapar verulegan viðbótarkostnað fyrir rekstur bílaleiga. Þar má nefna kostnað vegna tæknilegra uppfærslna, nýrra mælikerfa, flóknara bókhalds, aukins umsýslukostnaðar og umfangsmeiri eftirlitsskyldna. Þessi kostnaður gufar ekki upp. Hann lendir að lokum hjá neytendum og fer beint inn í verðmyndun ferðaþjónustunnar. Í grein þar sem samkeppni er hörð og verðnæmni mikil, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna, er þetta bein aðför að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Ósvífni ríkisstjórnarinnar að fara þessa leið er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að fjármálaráðherra telur á sama tíma eðlilegt að ríkissjóður endurgreiði ekki ofgreidda skatta og gjöld, einfaldlega vegna þess að það sé „of mikil vinna“. Slík rök eru ekki aðeins veik heldur bera þau vott um tvöfalt siðgæði, fyrirtækjum og almenningi er gert að taka á sig auknar byrðar og flókið regluverk, á meðan ríkið afsakar eigin vanrækslu með tilvísun í þægindi og skort á stjórnsýslulegri getu. Burtséð frá þessu einstaka máli er löngu orðið tímabært að lögfesta skýra og bindandi reglu um að breytingar á sköttum og opinberum gjöldum geti ekki tekið gildi nema að loknum raunhæfum aðlögunartíma, til dæmis að lágmarki níu mánuðum. Með slíku fyrirkomulagi fengju fyrirtæki raunhæfan tíma til að undirbúa sig, uppfæra tölvukerfi, laga verklag og meta áhrif á verðlag áður en nýr kostnaður er lagður á og endanlega velt yfir á neytendur. Slík vinnubrögð ættu að vera lágmarkskrafa í ábyrgri og faglegri stjórnsýslu, ekki undantekning sem gripið er til eftir á, þegar skaðinn er þegar skeður og ábyrgðin skellur á þeim sem síst mega við því. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun