Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 11:48 Stefán Pálsson segir að stuðullinn á því að hann verði næsti formaður Vinstri grænna hljóti að vera ansi hár. Vísir/Einar Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í mars. Fyrr í vikunni hafði Össur Skarphéðinsson stungið niður penna á Facebook, eins og gjarnan, og slegið upp vangaveltum um framtíðarhorfur Vinstri grænna. Sagði hann Stefán Pálsson líklega „skarpasta kutinn í ræflinum sem eftir ef af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað.“ „Fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu“ Stefán segir að vikan hafi verið fjörug í pólitíkinni. „Ég fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu frá Össuri eftir að mér tókst að verða meme í Silfrinu,“ segir Stefán, en Össur birti færsluna í kjölfar Silfursins á Rúv þar sem orðaskipti Stefáns og Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, vöktu mikla athygli. Stefán segir að í Vinstri grænum sé fullt af góðu fólki sem getur tekið það að sér að leiða flokkinn. „Þetta var fínt hjá Svandísi að tilkynna um þetta snemma, svo aðrir geti mátað sig við þetta og hugsað málin. Menn hafa þá eitthvað til að velta fyrir sér um jólin.“ „Það er hins vegar leiðinlegt að sjá á eftir formanninum. Ég held að Svandís sé einn af okkar betri stjórnmálamönnum.“ Ekki vænlegt fyrir vinstri vænginn að fylla hann af framboðum Stefán segir að flokkurinn eigi eftir að taka ýmsar ákvarðanir varðandi framboð í borginni í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. „En við skulum ekki gleyma því að við höfum reglulega séð hér kosningar sem hafa verið boðaðar með skömmum fyrirvara, þannig þótt framboðslistar liggi ekki fyrir hálfu ári fyrir kosningar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tilkynnti um það í gær að hún ætli að bjóða sig aftur fram í vor undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri. Hún ætli þó ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Stefán segir það ekki koma á óvart að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum. „Það verður bara forvitnilegt að fylgjast með því. Hún er ekkert að boða stofnun nýs flokks. En ég veit ekki hvort það sé vænlegt til árangurs fyrir vinstri vænginn að fylla hann af fjöldanum öllum af framboðum.“ Hann býst ekki við öðru en að starfandi stjórnmálaflokkur eins og Vinstri græn bjóði fram undir eigin formerkjum. „Ég man eftir því á sínum tíma þegar R-listinn bauð fram í fyrsta skipti. Áður en það gerðist höfðu allir sem að honum stóðu lýst því yfir að þeir ætluðu að bjóða fram sjálfir.“ „Það er alltaf hægt að breyta ákvörðunum ef aðstæður breytast. Við vitum að pólitík er bara list hins mögulega,“ segir Stefán. Vinstri græn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í mars. Fyrr í vikunni hafði Össur Skarphéðinsson stungið niður penna á Facebook, eins og gjarnan, og slegið upp vangaveltum um framtíðarhorfur Vinstri grænna. Sagði hann Stefán Pálsson líklega „skarpasta kutinn í ræflinum sem eftir ef af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað.“ „Fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu“ Stefán segir að vikan hafi verið fjörug í pólitíkinni. „Ég fæ þessa skelfilegu stuðningsyfirlýsingu frá Össuri eftir að mér tókst að verða meme í Silfrinu,“ segir Stefán, en Össur birti færsluna í kjölfar Silfursins á Rúv þar sem orðaskipti Stefáns og Heimis Más Péturssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, vöktu mikla athygli. Stefán segir að í Vinstri grænum sé fullt af góðu fólki sem getur tekið það að sér að leiða flokkinn. „Þetta var fínt hjá Svandísi að tilkynna um þetta snemma, svo aðrir geti mátað sig við þetta og hugsað málin. Menn hafa þá eitthvað til að velta fyrir sér um jólin.“ „Það er hins vegar leiðinlegt að sjá á eftir formanninum. Ég held að Svandís sé einn af okkar betri stjórnmálamönnum.“ Ekki vænlegt fyrir vinstri vænginn að fylla hann af framboðum Stefán segir að flokkurinn eigi eftir að taka ýmsar ákvarðanir varðandi framboð í borginni í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. „En við skulum ekki gleyma því að við höfum reglulega séð hér kosningar sem hafa verið boðaðar með skömmum fyrirvara, þannig þótt framboðslistar liggi ekki fyrir hálfu ári fyrir kosningar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, tilkynnti um það í gær að hún ætli að bjóða sig aftur fram í vor undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri. Hún ætli þó ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Stefán segir það ekki koma á óvart að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum. „Það verður bara forvitnilegt að fylgjast með því. Hún er ekkert að boða stofnun nýs flokks. En ég veit ekki hvort það sé vænlegt til árangurs fyrir vinstri vænginn að fylla hann af fjöldanum öllum af framboðum.“ Hann býst ekki við öðru en að starfandi stjórnmálaflokkur eins og Vinstri græn bjóði fram undir eigin formerkjum. „Ég man eftir því á sínum tíma þegar R-listinn bauð fram í fyrsta skipti. Áður en það gerðist höfðu allir sem að honum stóðu lýst því yfir að þeir ætluðu að bjóða fram sjálfir.“ „Það er alltaf hægt að breyta ákvörðunum ef aðstæður breytast. Við vitum að pólitík er bara list hins mögulega,“ segir Stefán.
Vinstri græn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira