Fótbolti

Katla í markaskónum og Ingi­björg hélt hreinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðskonurnar stóðu sig vel með sínum liðum.
Landsliðskonurnar stóðu sig vel með sínum liðum.

Katla Tryggvadóttir skoraði fyrsta mark Fiorentina í 3-1 sigri á útivelli gegn FC Como. Ingibjörg Sigurðardóttir sinnti sínum varnarskyldum vel fyrir Freiburg í markalausu jafntefli gegn Essen.

Fiorentina lenti undir en Katla jafnaði metinn rétt fyrir hálfleik, í leik liðanna í 9. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hún lagði svo upp mark fyrir Michela Catena sem kom Fiorentina yfir og Michela innsiglaði 3-1 sigur með sínu öðru marki skömmu síðar. 

Fiorentina komst með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar, jafnt Juventus að stigum en með betri markatölu, og nú aðeins tveimur stigum frá toppliði Roma.

Katla hefur staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu. Þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað tvo af þeim sex leikjum sem hún hefur komið við sögu hefur henni tekist að skora tvö mörk og leggja upp eitt til viðbótar.

Ingibjörg Sigurðardóttir átti öflugan leik í öftustu línu Freiburg. Miðvörðurinn spilaði allan leikinn og vann boltann þrisvar af andstæðing í hættulegri stöðu.

Stigið sem Freiburg fékk fyrir þetta markalausa jafntefli kom liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar, sex stigum frá þriðja sætinu sem gefur Meistaradeild á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×