Handbolti

For­setinn mætir ekki á úr­slita­leik HM kvenna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Moustafa mætti á úrslitaleik HM karla í janúar, veitti verðlaun og hélt ræðu, eins og hann gerir alla jafnan á HM.
Moustafa mætti á úrslitaleik HM karla í janúar, veitti verðlaun og hélt ræðu, eins og hann gerir alla jafnan á HM. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Sitjandi forseti alþjóða handknattleikssambandsins hefur ákveðið að brjóta hefðir og halda sig heima þegar úrslitaleikur HM fer fram á morgun.

Dr. Hassan Moustafa er á fullu að undirbúa framboð til endurkjörs í forsetastólinn, sem hann hefur setið í síðan um aldamótin. Þrjú mótframboð hafa borist og því er að mörgu að huga fyrir handboltaþingið sem fer fram þann 19. - 22. desember.

Af þeirri ástæðu hefur Moustafa ákveðið að halda sig á heimavelli í Kaíró í Egyptalandi, þar sem hann býr og þar sem þingið fer fram.

„Því miður missir forsetinn af heimsmeistaramótinu en yfirvofandi kosningar eru einnig mjög mikilvægar“ segir í skriflegu svari IHF.

Moustafa var líka mættur til að veita Viktori Gísla og félögum í Barcelona verðlaun fyrir að vinna úrslitaleik HM félagsliða. Ayman Aref/NurPhoto via Getty Images

Moustafa brýtur þar með langlífa hefð forseta, sem afhenda heimsmeisturum vanalega verðlaunin. Einnig var búist við honum á opnunarleik Þýskalands og Íslands en hann hefur ekkert mætt á mótið.

Ekki hefur komið fram hver það verður sem afhendir annað hvort Þýskalandi eða Noregi gullverðlaunin á morgun en fyrsti varaforseti sambandsins er hinn franski Joël Delplanque.


Tengdar fréttir

Langri þrauta­göngu Þýska­lands lokið

Eftir 32 ára bið mun Þýskaland leika til úrslita á ný á HM kvenna í handbolta á sunnudaginn, eftir að hafa slegið ríkjandi heimsmeistara Frakklands út í dag.

Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur staðið sig stórkostlega á fyrsta stórmótinu eftir að hinn afar sigursæli Þórir Hergeirsson kvaddi liðið, og er komið í úrslit á HM eftir stórsigur á gestgjöfum Hollands í Rotterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×