Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2025 13:02 María Fjóla forstjóri Hrafnistu tekur undir áhyggjur forstjóra Landspítala af fráflæðisvanda. Ástandið á bráðamóttökunni sýni hve viðkvæmt kerfið er. Vísir/Bjarni Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16