Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2025 13:02 Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea og Mohamed Salah, leikmaður Liverpool hafa báðir þyrlað upp ryki með ummælum sínum undanfarna daga. Vísir/Getty Wayne Rooney segir að harðorð ummæli Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, muni koma í bakið á honum. Um úthugsað útspil sér að ræða hjá stjóranum sem vildi ekki gefa það upp að hverjum ummæli hans beindust. Eftir tveggja marka sigur gegn Everton um síðastliðna helgi steig Maresca fram og sagði undanfarna tvo sólarhringa fyrir leikinn hafa verið þá verstu síðan að hann tók við stjórn Chelsea í júní árið 2024. Hélt Maresca því fram að bæði hann og leikmenn Chelsea hefðu ekki fengið stuðning og inntur eftir nánari útskýringu á þessum ummælum sínum vildi Maresca ekki gefa meira upp varðandi það að hverjum orð hans beindust en telja verður líklegt að þau beinist að stjórnendum Chelsea sem hafði farið í gegnum fjóra leiki án sigurs fyrir leikinn gegn Everton um helgina. Klippa: Ummæli Maresca sem vöktu upp spurningar Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem og núrverandi sérfræðingur BBC segir um að ræða úthugsað útspil hjá Maresca. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta svipað útspil og við sáum hjá Mohamed Salah í síðustu umferð,“ sagði Rooney í þætti sínum hjá BBC. Eins og frægt er orðið ræddi Salah, leikmaður Liverpool, við blaðamenn eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds og sagði verið að henda sér undir rútuna, gera sig að blóraböggli fyrir slæmu gengi Liverpool. Honum var hent úr leikmannhópnum gegn Inter í næsta leik á eftir en sneri aftur gegn Brighton um nýliðna helgi og lagði upp mark í 2-0 sigri. „Maresca veit upp á hár hvað hann er að segja, hverjum orð hans beinast að og það munu stjórn og eigendur Chelsea einnig vita.“ Með sigrinum gegn Everton færist Chelsea upp í 4.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eftir dræmt gengi er liðið komið á sigurbraut á ný. Rooney telur hins vegar að Maresca, með ummælum sínum, hafi ekki gert sér neina greiða. „Þú verður að bera virðingu fyrir eigendum félagsins. Þeir ráða þig í vinnu og stjórna ferðinni. Hann er að synda á móti straumnum með þessu.“ Maresca muni ekki upplifa ákveðna vernd sem hann hafi haft til þessa í starfi sínu. Chelsea mætir Cardiff City í enska deildarbikarnum annað kvöld áður en liðið heimsækir Newcastle United á laugardaginn næstkomandi í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Chelsea FC Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Eftir tveggja marka sigur gegn Everton um síðastliðna helgi steig Maresca fram og sagði undanfarna tvo sólarhringa fyrir leikinn hafa verið þá verstu síðan að hann tók við stjórn Chelsea í júní árið 2024. Hélt Maresca því fram að bæði hann og leikmenn Chelsea hefðu ekki fengið stuðning og inntur eftir nánari útskýringu á þessum ummælum sínum vildi Maresca ekki gefa meira upp varðandi það að hverjum orð hans beindust en telja verður líklegt að þau beinist að stjórnendum Chelsea sem hafði farið í gegnum fjóra leiki án sigurs fyrir leikinn gegn Everton um helgina. Klippa: Ummæli Maresca sem vöktu upp spurningar Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem og núrverandi sérfræðingur BBC segir um að ræða úthugsað útspil hjá Maresca. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta svipað útspil og við sáum hjá Mohamed Salah í síðustu umferð,“ sagði Rooney í þætti sínum hjá BBC. Eins og frægt er orðið ræddi Salah, leikmaður Liverpool, við blaðamenn eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds og sagði verið að henda sér undir rútuna, gera sig að blóraböggli fyrir slæmu gengi Liverpool. Honum var hent úr leikmannhópnum gegn Inter í næsta leik á eftir en sneri aftur gegn Brighton um nýliðna helgi og lagði upp mark í 2-0 sigri. „Maresca veit upp á hár hvað hann er að segja, hverjum orð hans beinast að og það munu stjórn og eigendur Chelsea einnig vita.“ Með sigrinum gegn Everton færist Chelsea upp í 4.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eftir dræmt gengi er liðið komið á sigurbraut á ný. Rooney telur hins vegar að Maresca, með ummælum sínum, hafi ekki gert sér neina greiða. „Þú verður að bera virðingu fyrir eigendum félagsins. Þeir ráða þig í vinnu og stjórna ferðinni. Hann er að synda á móti straumnum með þessu.“ Maresca muni ekki upplifa ákveðna vernd sem hann hafi haft til þessa í starfi sínu. Chelsea mætir Cardiff City í enska deildarbikarnum annað kvöld áður en liðið heimsækir Newcastle United á laugardaginn næstkomandi í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Chelsea FC Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira