Innlent

Hækka hitann í Breið­holts­laug

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hækka á hitann í Breiðholtslaug.
Hækka á hitann í Breiðholtslaug. Vísir/Arnar Halldórsson

Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar.

Í kjölfar kynningar stöðuskýrslu spretthóps um þjónustu við ungbarnafjölskyldur í sundlaugum borgarinnar var ákveðið að kanna betur hvaða þjónustu mætti betrumbæta og kostnaðarmeta þær tillögur.

Tillögurnar sem lagðar eru til í skýrslu spretthópsins eru að framkvæma þjónustukönnun, hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður um helgar í febrúar og útbúa kynningarefni sem dregur fram sérkenni sundlauga í þjónustu við ungbarnafjölskyldur.

Niðurstöður aðgerðanna verða kynntar í mars og metið hvort farið verði í nánara samráð við notendur og þjónustuhönnuði.

Í skýrslunni kemur fram að aðgengi ungbarnafjölskyldna að sundlaugum borgarinnar væri gott og grunnaðstaða í inniklefum uppfyllir almennt þarfir þeirra, þar sem til staðar eru skiptiborð, balar, barnastólar, kútar og aðstaða til að leggja frá sér búnað. 

Hins vegar nær vatnshiti í innilaugum víða ekki ráðlögðum 34 til 36 gráðum fyrir ung börn og einungis ein laug er með afgirt svæði í búningsklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×