Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar 17. desember 2025 08:33 Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs. Nú stendur Reykjalundur frammi fyrir nýjum tækifærum sem kalla á að við nýtum þá reynslu sem safnað hefur verið svo endurhæfing á Íslandi verði áfram byggð á heildrænni nálgun, þverfaglegu samstarfi og mannlegri nánd sem hefur reynst svo vel í gegnum tíðina. Samningur við stjórnvöld: Markmið og rekstrarforsendur Meðferðarstarf Reykjalundar byggist alfarið á greiðslum frá stjórnvöldum, þ.e. í gegnum þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru einu tekjur stofnunarinnar og þar með lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi mikilvægri þjónustu sem stenst kröfur samfélagsins. Þess vegna er það réttmætt og í senn hófsöm og eðlileg krafa að samningar okkar tryggi ekki aðeins launagreiðslur þeirra sem sinna þjónustu við sjúklinga á Reykjalundi, heldur einnig að greiðslur nái yfir húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútíma endurhæfingu, rekstur og viðhald húsnæðis og búnaðar og starfsaðstöðu fyrir þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga. Fjárfesting sem margborgar sig Fjárfesting í endurhæfingu er ekki einvörðungu kostnaður – hún er mikilvæg forvörn. Hún tryggir að einstaklingar nái fyrr betri heilsu, búi við meira sjálfstæði og minnkar þörf fyrir dýrari meðferðir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Með öðrum orðum: þegar stjórnvöld fjárfesta í traustum grunni Reykjalundar er það fjárfesting í sjálfu samfélaginu. Horft fram á við Reykjalundur er öflug stofnun sem hefur alla burði til að þróa áfram fjölbreytta starfsemi í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Þar má nefna: Heilsueflingu og forvarnir þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, næringu, streitustjórnun og geðræna heilsu í samstarfi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila. Endurhæfingu tengda langvinnum verkjum, stoðkerfisvandamálum og þreytuheilkennum. Sérhæfða starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill snúa aftur á vinnumarkað. Samstarf við háskóla, heima og erlendis, um rannsóknir og þróun endurhæfingar sem getur styrkt bæði faglegt starf og nýsköpun. Miðstöð fyrir fjölskyldumeðferð í tengslum við endurhæfingu. Samþættingu þjónustu með annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu, t.d. á Grensási. Einnig þarf að bæta sérhæfða sálfræðiþjónustu, fræðslu, handleiðslu og greiningarvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um þætti sem myndu styrkja endurhæfingarstarf Reykjalundar – og allt þetta á samleið með hefð Reykjalundar um heildræna nálgun. Framtíð byggð á traustum grunni Reykjalundur stendur á tímamótum sem gefa tilefni til bjartsýni. Með því að halda áfram að vinna í anda þess sem hefur mótað stofnunina frá upphafi – þekking, samkennd og faglegt samstarf – eru allar forsendur til staðar á Reykjalundi til að auka og þróa enn frekar bæði endurhæfingarstarfsemi og tengda heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Á sama tíma þarf fjármögnun stjórnvalda að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur, þannig að það starf sem byggt hefur verið upp á liðnum 80 árum á Reykjalundi fái að dafna og þjóna þjóðinni áfram. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að sinna öflugri endurhæfingu, heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs. Nú stendur Reykjalundur frammi fyrir nýjum tækifærum sem kalla á að við nýtum þá reynslu sem safnað hefur verið svo endurhæfing á Íslandi verði áfram byggð á heildrænni nálgun, þverfaglegu samstarfi og mannlegri nánd sem hefur reynst svo vel í gegnum tíðina. Samningur við stjórnvöld: Markmið og rekstrarforsendur Meðferðarstarf Reykjalundar byggist alfarið á greiðslum frá stjórnvöldum, þ.e. í gegnum þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru einu tekjur stofnunarinnar og þar með lykilforsenda þess að hægt sé að halda uppi mikilvægri þjónustu sem stenst kröfur samfélagsins. Þess vegna er það réttmætt og í senn hófsöm og eðlileg krafa að samningar okkar tryggi ekki aðeins launagreiðslur þeirra sem sinna þjónustu við sjúklinga á Reykjalundi, heldur einnig að greiðslur nái yfir húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútíma endurhæfingu, rekstur og viðhald húsnæðis og búnaðar og starfsaðstöðu fyrir þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga. Fjárfesting sem margborgar sig Fjárfesting í endurhæfingu er ekki einvörðungu kostnaður – hún er mikilvæg forvörn. Hún tryggir að einstaklingar nái fyrr betri heilsu, búi við meira sjálfstæði og minnkar þörf fyrir dýrari meðferðir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Með öðrum orðum: þegar stjórnvöld fjárfesta í traustum grunni Reykjalundar er það fjárfesting í sjálfu samfélaginu. Horft fram á við Reykjalundur er öflug stofnun sem hefur alla burði til að þróa áfram fjölbreytta starfsemi í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Þar má nefna: Heilsueflingu og forvarnir þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, næringu, streitustjórnun og geðræna heilsu í samstarfi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila. Endurhæfingu tengda langvinnum verkjum, stoðkerfisvandamálum og þreytuheilkennum. Sérhæfða starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill snúa aftur á vinnumarkað. Samstarf við háskóla, heima og erlendis, um rannsóknir og þróun endurhæfingar sem getur styrkt bæði faglegt starf og nýsköpun. Miðstöð fyrir fjölskyldumeðferð í tengslum við endurhæfingu. Samþættingu þjónustu með annarri heilbrigðis- og félagsþjónustu, t.d. á Grensási. Einnig þarf að bæta sérhæfða sálfræðiþjónustu, fræðslu, handleiðslu og greiningarvinnu. Þetta eru aðeins dæmi um þætti sem myndu styrkja endurhæfingarstarf Reykjalundar – og allt þetta á samleið með hefð Reykjalundar um heildræna nálgun. Framtíð byggð á traustum grunni Reykjalundur stendur á tímamótum sem gefa tilefni til bjartsýni. Með því að halda áfram að vinna í anda þess sem hefur mótað stofnunina frá upphafi – þekking, samkennd og faglegt samstarf – eru allar forsendur til staðar á Reykjalundi til að auka og þróa enn frekar bæði endurhæfingarstarfsemi og tengda heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Á sama tíma þarf fjármögnun stjórnvalda að tryggja raunhæfar rekstrarforsendur, þannig að það starf sem byggt hefur verið upp á liðnum 80 árum á Reykjalundi fái að dafna og þjóna þjóðinni áfram. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að sinna öflugri endurhæfingu, heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun