Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2025 23:30 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, segir fólk enn geta sent gjafir innanlands sem eiga að berast fyrir jól, en gjafir sem sendar eru núna erlendis nái líklega ekki fyrir jól. Vísir/Ívar Fannar Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag. Þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis sögðust hafa heyrt af því að kona í Danmörku hefði tekið við pakka frá Íslandi og þurft að greiða tuttugu þúsund krónur til að fá hann í gegnum tollinn. Þórhildur segir misjafnt eftir löndum hvað hámarkið er á virði gjafa. „Í Danmörku er það til dæmis þannig að ef að ein gjöfin fer yfir 360 krónur danskar, sem eru kannski sjö þúsund krónur rúmar, að þá lendir það bara í skattskyldu,“ segir Þórhildur og að hvert land geti sett sínar reglur og EES-samningur komi ekki í veg fyrir það. Hún segir þetta líka gilda á Íslandi. Hér sé hámarkið 13.500 krónur og í Bandaríkjunum séu það um 100 dollarar. „Þetta er mjög, mjög mismunandi á milli landa,“ segir hún og að þetta fari ekki eftir varningi heldur verðmiða. Hún segir þetta viðmið ekki hafa breyst í nokkurn tíma og gjafir séu dýrari í dag en þær voru fyrir, til dæmis, tíu árum. Skilur ergelsi Þórhildur segir það ekki algengt að fólk taki ekki við gjöfunum vegna tollsins. „En ég skil bara mjög vel að fólk skuli vera uggandi yfir því að vera að taka við gjöfum og þurfa að borga tugi þúsunda til að leysa gjöfina sína út. Ég skil mjög vel að það skuli vera ergelsi yfir því.“ Þórhildur segir starfsfólk meðvitað um að nú sé fólk að senda jólagjafir og reyni að taka tillit til þess. Hún segir ekki endilega gott að setja ekki rétt verð því þá fáist ekki endilega rétt verð úr tryggingum komi eitthvað fyrir pakkann á leiðinni. Hún segir ekki mega senda hvað sem er á milli landa. Það séu reglur um viðkvæmar vörur, til dæmis. Það væri kannski hægt að senda grænar baunir til Svíþjóðar en ef einhver ætli að senda hangikjöt gæti það bara stoppað á leiðinni og myglað. „Súkkulaði er ekkert mál. Það er bara gleði, og lakkrís, klárlega.“ Hún segir hægt að senda pakka innanlands til 21. desember og starfsmenn vinni til hádegis á aðfangadag til að reyna að koma öllu til skila. Ætli fólk að senda pakka erlendis geti pósturinn ekki ábyrgst að hann verði kominn fyrir jól. Það sé hægt að póstleggja í póstboxum og pósthúsum. Hún segir jólakortum hafa fækkað en þau berist enn alltaf einhver. „Þetta er rómantík, að geta sent ástvinum sínum fallega kveðju.“ Pósturinn Jól Danmörk Bandaríkin EES-samningurinn Neytendur Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis sögðust hafa heyrt af því að kona í Danmörku hefði tekið við pakka frá Íslandi og þurft að greiða tuttugu þúsund krónur til að fá hann í gegnum tollinn. Þórhildur segir misjafnt eftir löndum hvað hámarkið er á virði gjafa. „Í Danmörku er það til dæmis þannig að ef að ein gjöfin fer yfir 360 krónur danskar, sem eru kannski sjö þúsund krónur rúmar, að þá lendir það bara í skattskyldu,“ segir Þórhildur og að hvert land geti sett sínar reglur og EES-samningur komi ekki í veg fyrir það. Hún segir þetta líka gilda á Íslandi. Hér sé hámarkið 13.500 krónur og í Bandaríkjunum séu það um 100 dollarar. „Þetta er mjög, mjög mismunandi á milli landa,“ segir hún og að þetta fari ekki eftir varningi heldur verðmiða. Hún segir þetta viðmið ekki hafa breyst í nokkurn tíma og gjafir séu dýrari í dag en þær voru fyrir, til dæmis, tíu árum. Skilur ergelsi Þórhildur segir það ekki algengt að fólk taki ekki við gjöfunum vegna tollsins. „En ég skil bara mjög vel að fólk skuli vera uggandi yfir því að vera að taka við gjöfum og þurfa að borga tugi þúsunda til að leysa gjöfina sína út. Ég skil mjög vel að það skuli vera ergelsi yfir því.“ Þórhildur segir starfsfólk meðvitað um að nú sé fólk að senda jólagjafir og reyni að taka tillit til þess. Hún segir ekki endilega gott að setja ekki rétt verð því þá fáist ekki endilega rétt verð úr tryggingum komi eitthvað fyrir pakkann á leiðinni. Hún segir ekki mega senda hvað sem er á milli landa. Það séu reglur um viðkvæmar vörur, til dæmis. Það væri kannski hægt að senda grænar baunir til Svíþjóðar en ef einhver ætli að senda hangikjöt gæti það bara stoppað á leiðinni og myglað. „Súkkulaði er ekkert mál. Það er bara gleði, og lakkrís, klárlega.“ Hún segir hægt að senda pakka innanlands til 21. desember og starfsmenn vinni til hádegis á aðfangadag til að reyna að koma öllu til skila. Ætli fólk að senda pakka erlendis geti pósturinn ekki ábyrgst að hann verði kominn fyrir jól. Það sé hægt að póstleggja í póstboxum og pósthúsum. Hún segir jólakortum hafa fækkað en þau berist enn alltaf einhver. „Þetta er rómantík, að geta sent ástvinum sínum fallega kveðju.“
Pósturinn Jól Danmörk Bandaríkin EES-samningurinn Neytendur Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira