Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar 19. desember 2025 08:02 Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Í grein Einars Geirs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði, 12. desember 2025 eru dregnar upp þungar fullyrðingar um að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar byggi á jákvæðum frösum. Hann fullyrðir að móttaka flóttafólks hafi valdið sveitarfélaginu verulegum og einhliða kostnaði. Við tökum umræðu um þessi mál alvarlega, enda snýr hún bæði að fjármálum bæjarins og samfélagslegri ábyrgð. En umræðan verður að byggja á staðreyndum. Hvernig staðan varð svona í raun Förum aðeins yfir söguna og staðreyndir málsins. Samkvæmt lögum bera félags- og húsnæðismálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið ábyrgð á móttöku flóttafólks og veitingu dvalarleyfa hér á landi. Í því skyni hefur ríkið gert samninga við sveitarfélög um þjónustu. Hafnarfjörður, ásamt Reykjavík og Reykjanesbæ, var til 31. júlí 2025 með samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ríkið hafði staðsett í búsetuúrræðum í viðkomandi sveitarfélagi, húsnæði á leigu í umsjón ríkisins. Þegar umsækjendur fá dvalarleyfi en eru enn í þessum úrræðum og hafa ekki fengið varanlegt húsnæði, verða þeir tímabundið óstaðsettir þar sem þeir dvelja. Þá er sveitarfélaginu skylt að veita aðstoð á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þetta skýrir hvers vegna fleiri einstaklingar hafa fengið þjónustu í Hafnarfirði en í sumum nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki vegna þess að Hafnarfjörður hafi valið að taka við fleiri, heldur vegna þess hvernig ríkið setti upp búsetuúrræðin og hvernig lögbundin ábyrgð sveitarfélaga virkjar þjónustu þegar fólk fær dvalarleyfi. Samningarnir tryggja fjármagn og setja tölurnar í rétt samhengi Hafnarfjarðarbær hefur veitt þjónustu við flóttafólk á grundvelli samninga við ríkið, bæði vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og vegna fyrstu ára eftir veitingu dvalarleyfis í samræmdri móttöku. Samningarnir tryggja fjármagn til að standa undir þjónustunni. Hafnarfjarðarbær hefur frá 2019 til lok árs 2025 lagt út fyrir kostnaði að upphæð 4,6 milljarða króna vegna málaflokksins. Á sama tíma hafa tekjur á grundvelli samninga við ríkið staðið undir þeim kostnaði, þar á meðal launakostnaði, endurgreiðslum vegna neyðaraðstoðar, framfærslu og ýmissa virkniúrræða. Þegar þetta samhengi vantar er talan sett fram eins og hún sé eingöngu kostnaður fyrir bæinn, sem stenst ekki. Heildarlaunakostnaður Alþjóðateymis frá árinu 2023 til og með nóvember 2025 er um 653 milljónir króna og bærinn hefur tekjur frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði á grundvelli samninga. Varðandi fjárhagsaðstoð, síðustu fimm ár hafa 1.497 einstaklingar fengið aðstoð. Í þeim hópi eru einstaklingar sem fá fyrstu aðstoð og félagslega ráðgjöf vegna þess að þeir verða óstaðsettir í sveitarfélaginu eftir veitingu dvalarleyfis, áður en annað hvort finnst varanlegt húsnæði eða flutningur verður í annað móttökusveitarfélag. Þá færist þjónustan með lögheimili og ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað fyrstu þrjú árin. Heildarmyndin skiptir máli ef umræðan á að vera sanngjörn Fullyrðingar um að 70% fjárhagsaðstoðar fari til erlendra ríkisborgara eru settar fram án mikilvægra skýringa. Erlendir ríkisborgarar eru líka EES/EFTA borgarar. Af allri fjárhagsaðstoð til erlendra ríkisborgara fékk Hafnarfjarðarbær 80% endurgreitt og ef einungis er horft til ríkisborgara utan EES/EFTA er endurgreiðsluhlutfallið 93,5%. Að lokum verður að nefna að úrræði vegna tryggingar eða fyrirframgreiðslu húsaleigu er notað til að hjálpa fólki að komast inn á leigumarkað þegar hefðbundið lánshæfismat liggur ekki fyrir og hafa endurheimtur verið góðar. Við fögnum umræðu um forgangsröðun og fjármál. En til að hún verði sanngjörn þarf að halda sig við staðreyndir, setja tölur í samhengi og horfa á það sem skiptir mestu máli. Þjónustan er fjárhagslega ábyrg og að Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Í grein Einars Geirs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði, 12. desember 2025 eru dregnar upp þungar fullyrðingar um að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar byggi á jákvæðum frösum. Hann fullyrðir að móttaka flóttafólks hafi valdið sveitarfélaginu verulegum og einhliða kostnaði. Við tökum umræðu um þessi mál alvarlega, enda snýr hún bæði að fjármálum bæjarins og samfélagslegri ábyrgð. En umræðan verður að byggja á staðreyndum. Hvernig staðan varð svona í raun Förum aðeins yfir söguna og staðreyndir málsins. Samkvæmt lögum bera félags- og húsnæðismálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið ábyrgð á móttöku flóttafólks og veitingu dvalarleyfa hér á landi. Í því skyni hefur ríkið gert samninga við sveitarfélög um þjónustu. Hafnarfjörður, ásamt Reykjavík og Reykjanesbæ, var til 31. júlí 2025 með samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ríkið hafði staðsett í búsetuúrræðum í viðkomandi sveitarfélagi, húsnæði á leigu í umsjón ríkisins. Þegar umsækjendur fá dvalarleyfi en eru enn í þessum úrræðum og hafa ekki fengið varanlegt húsnæði, verða þeir tímabundið óstaðsettir þar sem þeir dvelja. Þá er sveitarfélaginu skylt að veita aðstoð á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þetta skýrir hvers vegna fleiri einstaklingar hafa fengið þjónustu í Hafnarfirði en í sumum nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki vegna þess að Hafnarfjörður hafi valið að taka við fleiri, heldur vegna þess hvernig ríkið setti upp búsetuúrræðin og hvernig lögbundin ábyrgð sveitarfélaga virkjar þjónustu þegar fólk fær dvalarleyfi. Samningarnir tryggja fjármagn og setja tölurnar í rétt samhengi Hafnarfjarðarbær hefur veitt þjónustu við flóttafólk á grundvelli samninga við ríkið, bæði vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og vegna fyrstu ára eftir veitingu dvalarleyfis í samræmdri móttöku. Samningarnir tryggja fjármagn til að standa undir þjónustunni. Hafnarfjarðarbær hefur frá 2019 til lok árs 2025 lagt út fyrir kostnaði að upphæð 4,6 milljarða króna vegna málaflokksins. Á sama tíma hafa tekjur á grundvelli samninga við ríkið staðið undir þeim kostnaði, þar á meðal launakostnaði, endurgreiðslum vegna neyðaraðstoðar, framfærslu og ýmissa virkniúrræða. Þegar þetta samhengi vantar er talan sett fram eins og hún sé eingöngu kostnaður fyrir bæinn, sem stenst ekki. Heildarlaunakostnaður Alþjóðateymis frá árinu 2023 til og með nóvember 2025 er um 653 milljónir króna og bærinn hefur tekjur frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði á grundvelli samninga. Varðandi fjárhagsaðstoð, síðustu fimm ár hafa 1.497 einstaklingar fengið aðstoð. Í þeim hópi eru einstaklingar sem fá fyrstu aðstoð og félagslega ráðgjöf vegna þess að þeir verða óstaðsettir í sveitarfélaginu eftir veitingu dvalarleyfis, áður en annað hvort finnst varanlegt húsnæði eða flutningur verður í annað móttökusveitarfélag. Þá færist þjónustan með lögheimili og ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað fyrstu þrjú árin. Heildarmyndin skiptir máli ef umræðan á að vera sanngjörn Fullyrðingar um að 70% fjárhagsaðstoðar fari til erlendra ríkisborgara eru settar fram án mikilvægra skýringa. Erlendir ríkisborgarar eru líka EES/EFTA borgarar. Af allri fjárhagsaðstoð til erlendra ríkisborgara fékk Hafnarfjarðarbær 80% endurgreitt og ef einungis er horft til ríkisborgara utan EES/EFTA er endurgreiðsluhlutfallið 93,5%. Að lokum verður að nefna að úrræði vegna tryggingar eða fyrirframgreiðslu húsaleigu er notað til að hjálpa fólki að komast inn á leigumarkað þegar hefðbundið lánshæfismat liggur ekki fyrir og hafa endurheimtur verið góðar. Við fögnum umræðu um forgangsröðun og fjármál. En til að hún verði sanngjörn þarf að halda sig við staðreyndir, setja tölur í samhengi og horfa á það sem skiptir mestu máli. Þjónustan er fjárhagslega ábyrg og að Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun