KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2025 11:30 Molly Kaiser tekst áreynslulítið að láta KR-liðið njóta sín í botn, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. vísir/Hulda Margrét Nýliðar KR eru á toppi Bónus-deildar kvenna í körfubolta, með mögulega besta bandaríska leikmanninn, en sérfræðingar Körfuboltakvölds eru þó ekki á því að liðið sé líklegt til að landa Íslandsmeistaratitlinum í vor. Jólaþáttur Körfuboltakvölds kvenna verður á sunnudagskvöld á Sýn Sport Ísland klukkan 20. KR-konur verða á toppnum yfir jólin, að minnsta kosti fram að toppslagnum við Njarðvík á þrettándanum. Þær eru samt bara fjórum stigum fyrir ofan Íslandsmeistara Hauka sem eru í 6. sæti, svo jöfn er deildin. „Mér finnst þær á frábærum stað en ég held að þær verði ekki Íslandsmeistarar. Ég held að í seríu getirðu lokað svolítið á þær. En þær eru að gera ógeðslega vel. Rebekka [Rut Steingrímsdóttir] er líka búin að fá lyklana að þessu liði og það er ógeðslega gaman að sjá unga stelpu sem mætti svo bara í landsliðsgluggann og lét alla finna fyrir því,“ sagði Helena Sverrisdóttir í Körfuboltakvöldi í vikunni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Getur KR orðið Íslandsmeistari? Helena telur að meira þurfi til hjá KR til að landa titlinum en að það megi ekki bitna á ungum og góðum leikmönnum liðsins: „KR er búið að vera á vegferð í mörg ár, búa til þessar stelpur og núna eru þær á stóra sviðinu. Ætlum við að fylla þetta lið af útlendingum eða hvað ætlum við að gera?“ spurði Helena. Molly Kaiser ógeðslega góð Hin bandaríska Molly Kaiser hefur leikið lykilhlutverk í árangri KR til þessa, með að meðaltali 25 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar, án þess þó að allt of mikið fari fyrir henni. „Við getum fært rök fyrir því að Molly Kaiser sé besti Kaninn í deildinni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, stjórnandi Körfuboltakvölds. „Hún er með frábærar tölur. Hefur skorað yfir 40 stig. Einhvern veginn hefur hún samt aldrei náð að verða leikmaður umferðarinnar hjá okkur,“ sagði Ólöf. „Þetta er áreynslulaust hjá henni. Ég horfði vel á hana þegar hún spilaði gegn Haukum fyrir tveimur umferðum. Þegar leikurinn var „down to the wire“ þá tekur hún bara yfir. Ógeðslega góð. En allan leikinn var maður ekkert að taka eftir henni. Hún bara leyfir öllum hinum að spila,“ sagði Helena en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Jólaþáttur Körfuboltakvölds kvenna verður á sunnudagskvöld á Sýn Sport Ísland klukkan 20. KR-konur verða á toppnum yfir jólin, að minnsta kosti fram að toppslagnum við Njarðvík á þrettándanum. Þær eru samt bara fjórum stigum fyrir ofan Íslandsmeistara Hauka sem eru í 6. sæti, svo jöfn er deildin. „Mér finnst þær á frábærum stað en ég held að þær verði ekki Íslandsmeistarar. Ég held að í seríu getirðu lokað svolítið á þær. En þær eru að gera ógeðslega vel. Rebekka [Rut Steingrímsdóttir] er líka búin að fá lyklana að þessu liði og það er ógeðslega gaman að sjá unga stelpu sem mætti svo bara í landsliðsgluggann og lét alla finna fyrir því,“ sagði Helena Sverrisdóttir í Körfuboltakvöldi í vikunni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Getur KR orðið Íslandsmeistari? Helena telur að meira þurfi til hjá KR til að landa titlinum en að það megi ekki bitna á ungum og góðum leikmönnum liðsins: „KR er búið að vera á vegferð í mörg ár, búa til þessar stelpur og núna eru þær á stóra sviðinu. Ætlum við að fylla þetta lið af útlendingum eða hvað ætlum við að gera?“ spurði Helena. Molly Kaiser ógeðslega góð Hin bandaríska Molly Kaiser hefur leikið lykilhlutverk í árangri KR til þessa, með að meðaltali 25 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar, án þess þó að allt of mikið fari fyrir henni. „Við getum fært rök fyrir því að Molly Kaiser sé besti Kaninn í deildinni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, stjórnandi Körfuboltakvölds. „Hún er með frábærar tölur. Hefur skorað yfir 40 stig. Einhvern veginn hefur hún samt aldrei náð að verða leikmaður umferðarinnar hjá okkur,“ sagði Ólöf. „Þetta er áreynslulaust hjá henni. Ég horfði vel á hana þegar hún spilaði gegn Haukum fyrir tveimur umferðum. Þegar leikurinn var „down to the wire“ þá tekur hún bara yfir. Ógeðslega góð. En allan leikinn var maður ekkert að taka eftir henni. Hún bara leyfir öllum hinum að spila,“ sagði Helena en umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira