Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 08:01 Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Umræða um Reykjavíkurflugvöll hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru á móti, aðrir með. Einstaka verða jafnvel pirraðir um leið og minnst er á flugvöllinn í Reykjavík. Fyrir það fólk virkar öll umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, pirrandi - svona líkt og rispuð plata. Svo er til fólk sem er í raun alveg nákvæmlega sama hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. En það verður ekki framhjá því horft að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur samgönguinnviður fyrir tengingu landsbyggðarinnar við höfuðborgina. Það verður ekki hraðar komist til borgarinnar utan að landi en með flugi. Til dagsins í dag Það þarf ekki að tíunda mikilvægi nálægðar flugvallarins við stærsta sjúkrahús landsins. Einnig er ljóst að ekkert annað svæði hefur talist fullnægjandi fyrir starfsemi flugvallarins í dag. Lengi vel var Hvassahraun inn í myndinni. Þrátt fyrir fyrstu hrinur eldgosa í næsta nágrenni, voru einhverjir sérfræðingar að skila inn skýrslum þess efnis að Hvassahraun teldist enn álitlegur kostur fyrir nýjan flugvöll, sem kom auðvitað mörgum á óvart. Á síðasta fundi borgarstjórnar var lögð fram tillaga Framsóknarflokksins um breytt Aðalskipulag Reykjavíkur vegna Reykjavíkurflugvallar. Þessari tillögu var vísað frá vegna formgalla - það er Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem sér um útgáfu starfsleyfis en ekki borgarstjórn. Auk þess er enginn að fara leggja niður innanlandsflug í landinu á næstunni og því er rekstur Reykjavíkurflugvallar tryggður til framtíðar. Þegar þar að kemur mun Reykjavíkurborg í samráði við ríkið, gera þær breytingar sem þurfa þykir. Núverandi skipulag er í gildi til ársins 2032 og því nægur tími til stefnu. Til framtíðar Samkvæmt mælingum er það þyrluflug og umferð einkaþota sem hvað mestum hávaða veldur á Reykjavíkurflugvelli. Það mun því líklega koma í hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að finna almennu þyrluflugi nýjan stað. Einnig hlýtur aðstöðu fyrir einkaþotur vera best fyrirkomið í nálægð við Keflavíkurflugvöll. Það er á ábyrgð ríkis og borgar að tryggja öruggar flugsamgöngur innanlands. Þess vegna kemur ekki á óvart að í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að flugvöllurinn verði að öllu óbreyttu áfram í Reykjavík. Í framhaldi er stefnt að því að efla enn frekar innviði flugvallarins - m.a. með því að reisa nýja flugstöð. Afstaða okkar í Flokki fólksins í borgarstjórn er alveg skýr, við stöndum með flugvellinum í Vatnsmýrinni og fögnum því að loksins eigi að uppfæra og bæta þá aðstöðu sem fyrir er á flugvellinum. Það er ekki bara löngu tímabært - heldur bráðnauðsynlegt öryggisins vegna. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík og situr m.a. í umhverfis- skipulagsráði og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun